SITT SÝNIST HVERJUM

  Kringlan opnaði 13. ágúst 1987 með pomp og prakt. Ég var einn af þeim fyrstu sem tók þátt og var með í því allt frá 1984, tók þátt í að spá og spekúlera og ýmsum pælingum. Var eins og grár köttur niðri í Lækjargötu þar sem skrifstofa Hagkaups var í húsi sem nokkrum árum síðar hrundi í beinni útsendingu þegar átti að færa það í heilu lagi,

  Ég var nýkominn frá Los Angeles þar sem ég hafði dvalið í tæpt ár. Ég bjó við ströndina í Santa Monica á Fraser Avenue í næsta nágrenni við Santa Monica Mall sem var nýopnað. Það var stórglæsilegt og gaman að koma þangað. Það rústaði nánast göngugötunni á 3rd Street Promenade sem var orðin þreytt og lúin.

  Þannig að þegar mér bauðst að vera með í Kringlunni þá var ég fljótur að segja já. Viss um að þetta mundi ganga. Nema hvað á árinu 1985 þá fórum við Ragnar Atli, sem var fulltrúi Hagkaups í uppbyggingu verksins, Grétar J. Unnsteinsson skólastjóri Garðkyrkjuskólans í Hveragerði, og ég, til New York til að fá yfir okkur andann. Grétar var með í þesu þar sem það stóð til að hafa ýmiskonar gróður innan dyra til að gera umhverfið aðlaðandi, Ragnar Atli var allt í öllu í þessu verkefni og ég ætlaði að opna Hard Rock Cafe. Við vorum þarna í 3 daga og fórum víða að skoða allskonar.

  En nú kemur the moral of the story:

  Á leiðinni heim ræddum við um upplifun okkar af heimsborginni. Þá kom í ljós að enginn sá það sama. Grétar sá bara plöntur, blóm, tré og gróður, alveg dolfallinn yfir úrvali og fjölbreytileika út um allt. Ragnar Atli sá bara verslanir og viðskiptaumhverfi. Ég sá bara veitinghús og hótel.

  Eins og með fangana tvo sem horfðu út um rimlana, annar sá for og drullu en hinn horfði til himins og sagði: “Rosalega eru stjörnurnar fallegar.”

  Sem sagt: “Sitt sýnist hverjum”.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.17 – Smellið!

  Pistill no.16 – Smellið!

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing