SIR RINGO VELDUR ÁHYGGJUM

  Elisabet Englandsdrottning hefur aðlað Ringo Starr sem nú er orðinn Sir Ringo. Veldur þetta ákveðnum áhyggjum í íslenskum menningarheimi þar sem menn skiptast á skoðunum um málið:

  Árni Páll Jóhannsson myndlistarmaður: Hvað myndir þú gera ef þér væri boðið að vera riddari eða jafnvel fálki ? Ég yrði skít hræddur. Er þetta ekki stór hættulegt glíngur ?

  Jón Óskar myndlistarmaður: Jú. Varðandi fálkann, þá hefur hann misst gildi sitt í gegnum árin sýnist mér. Kannski hafði hann aldrei neitt gildi. Hvað veit ég?

  Árni Páll Jóhannsson: Er ekki alltaf einhver slóði af óhöppum á eftir honum?

  Jón Óskar: Mér skilst það.

  Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi: Þessi Elísabet hefur engan heiður að gefa sem stækkar Ringo. Hann gæti hins vegar lyft upp æru hennar og heiðri með því að taka trommusóló á málminum á hausnum hennar.

  Garðar Örn Úlfarsson blaðamaður: Höfðinglegt af Ringo að láta þetta yfir sig ganga og styrkja þannig ímynd drottningarinnar og konungsveldisins. Hann ætti eiginlega að fá sérstaka orðu fyrir það frá þessu liði.

  Auglýsing