SIMMI MÁ HAFA OPIÐ LENGUR

Sigmar Vilhjálmsson og Óli Valur Steindórsson sem reka veitingastaðinn Barion í gamla Arionbankahúsinu í Mosfellsbæ við góðar undirtektir bæjarbúa hafa óskað eftir því að fá að hafa staðinn opið lengur en fyrra starfsleyfi sagði til um. Í fyrra starfsleyfi mátti vera opið til 23.00 mánudaga til fimmtudaga og frídaga til 01.00. En Simmi vill hafa opið til 01.00 sunnudaga til fimmtudaga og föstudaga og laugardaga til 03.00. Bæjarráð Mosfellsbæjar tók beiðnina fyrir og samþykkti með þremur atkvæðum.

Auglýsing