SIGRÍÐUR BJÖRK Á MÓTI TASER?

    Vopnabróðir skrifar:

    Orðalag í bréfi umboðsmanns Alþingis til dómsmálaráðherra um rafbyssur (Taser) bendir til þess að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi sjálf haft samband við umboðsmanninn til að viðra óánægju sína með vinnubrögð Jóns Gunnarssonar.

    Í bréfinu spyr umboðsmaður meðal annars hvort reglur um rafbyssur hafi verið sendar og/eða kynntar ríkislögreglustjóra sérstaklega. Svo segir umboðsmaður: “Þá er einnig óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum.”

    Engin leið er fyrir umboðsmann Alþingi að spyrja þessara spurninga nema vegna þess að ríkislögreglustjóri hafi bent honum á að spyrja. Ráða má af fyrirspurninni að dómsmálaráðherra hefur lítið eða ekkert samráð haft við ríkislögreglustjóra.

    Þá rennir það stoðum undir efasemdir Sigríðar Bjarkar um rafbyssurnar að hún hefur ekkert sagt opinberlega um að hún vilji að lögreglumenn fái þær til afnota, hvað þá allir lögreglumenn eins og Jón Gunnarsson stefnir að. Frá ríkislögreglustjóra heyrist ekkert til að styðja upptöku á rafbyssum, eða bregðast við alls konar gagnrýni úti í þjóðfélaginu.

    Auglýsing