SIGMUNDUR FAGNAR

  Gamall framsóknarmaður sendir póst:

  Sigmundur Davíð og miðframherjar fagna opnun skrifstofu við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.

  Og hvar skyldi hún vera?

  Jú, í húsakynnum Ólafs Ólafssonar, sem var svo örlátur á sínum tíma að gefa Framsókn húsnæði á Hverfisgötu, sem er víst töpuð eign í dag.

  Á meðan vist stóð á Kvíabryggju teiknaði Ólafur upp stór áform um hótel á Suðurlandsbrautinni. Ekki er annað vitað en þau áform haldi. Fyrsta kastið verður Sigmundur því einungis vistaður á Suðurlandsbraut fram á sumar.

  Auglýsing