SIGGI SPÁMAÐUR

  Sigurður Bogi skynjar hitastig samfélagsins.

  “Vegna kórónuveirunnar hefur fjöldi viðburða verið sleginn af, s.s. Fiskidagur á Dalvík, Gleðigangan í Reykjavík, Sumar á Selfossi, Humarhátíð á Hornafirði. Grábölvað auðvitað en samt engar mjög svo háværar mótmælaraddir komið fram. Skynsemin hefur ráðið,” segir Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður sem er gleggri á samtímastrauma en flestir:

  “Ég velti því fyrir mér hvort bæjarhátíðir og mannamót í þeirri mynd sem verið hefur síðustu árin hafi verið orðnir úrelt dagskrá. Viðburðir haldnir af vana. Einhver af þessum dansiböllum verða sennilega aldrei aftur haldin.”

  Svo bætir Sigurður Bogi um betur:

  “Í haust verður kvika í samfélaginu, þegar pirringur í fólki vegna kórónaveirunnar brýst út. Þunginn á geðheilbrigðiskerfið verður meiri og velferðarþjónustuna almennt, m.a. vegna atvinnuleysis. Fjárhagsáhyggjur vegna atvinnuleysis leiða margt afleitt af sér.
  Framhaldsskólakrakkar fara í stórum stíl að sofa fram á miðjan dag og hætta í námi. Hægagangur verður í grunnatvinnuvegunum. Annað verður í þessum dúr. Þessi ólga mun þó lítið hreyfa við pólitíkinni; enda hafa flokkarnir í stjórnarandstöðu engar lausnir við ástandinu né leiðtoga sem almenningur sér von í. Þetta er mín spá – og raunar fullvissa.

  Auglýsing