SIGGI HLÖ NEITAR AÐ SPILA MICHAEL JACKSON

    “Halloween er framundan og það er strax byrjað að biðja mig um að spila Thriller með Michael Jackson í þættinum mínum “Veistu hver ég var?” á Bylgjunni,” segir útarpsmaðurinn Siggi Hlö og vísar óskalögum með Jackson norður og niður:

    “Ég hef alltaf sagt “nei því miður, ég spila ekki lög með honum á minni vakt”, þá hef ég fengið að heyra það óþvegið frá hans dyggustu aðdáendum og því langar mig að klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll:

    Yfirlýsing:

    Ég Siggi Hlö, útvarpsmaður, spila ekki lög með Michael Jackson í þætti mínum á Bylgjunni. Hann er að mínu mati barnaníðingur af verstu tegund og ég hef engan áhuga á að upphefja hann með því að spila lögin hans. Ég er ekki sammála þeim sem segja: “það var aldrei neitt sannað á hann” eða “hann er svo stórt nafn í tónlistarheiminum” eða “hann á svo rosalega mörg þekkt lög”. Fyrir mér er engin afsökun á hans hegðun gangnvart ungum drengjum og þess vegna hef ég tekið þessa afstöðu, sem tveggja barna faðir, og bið hlustendur um að virða það við mig.”

    Auglýsing