SIGGI GRILLAR RÚV

“Finnst eins og nú þurfi að ræða það af alvöru hvers vegna er þörf á ríkisútvarpi, með ríkisfréttastofu, með ríkisskemmtiþáttum í umsjá vildarvina Ríkisútvarpsins, hvers vegna þarf ríkisrekna plötusnúða o.s.frv. Það er búið að leggja niður Viðtækjasölu ríkisins, Áburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Fjarskiptafélag ríkisins, segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og er hvergi hættur:

“Sjálfstæðismenn hafa oft sett það á dagskrá að leggja Ríksútvarpið niður. Þetta er jafn marklaust og margt af þeim málefnum sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins álykta um þegar þeir koma saman.

Gott djobb hjá Ríkisútvarpinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn notað þegar þurft hefur að koma góðum flokksmanni en lélegum stjórnmálamanni í öruggt launaskjól. Sumir þeirra sem nutu launaskjóls hjá RÚV höfðu á politískum sokkabands árum sínum verið ákafir talsmenn einkarekins útvarps og andsnúnir hinu ríkisrekna. Sú hugsjón dó við ráðninguna til Ríkisútvarpsins.

Þannig var það líka með ungu sjálfstæðismennina sem vildu báknið burt. Margir þeirra eru í dag holdgervingar báknsins á margföldum eftirlaunum sem koma úr vasa þeirra sem njóta takmarkaðs eftirlaunaréttar.”

Auglýsing