SÍÐASTA GRÍNIÐ FRÁ GÍSLA RÚNARI

  Gísli Rúnar Jónsson var óspar á að gleðja Facebook vini sína með skemmtilegum limrum.
  Gísli Rúnar lést 28. júlí en síðustu limruna birti hann á Facebook vegg sínum daginn áður, þann 27. júlí.
  Gísli Rúnar hafði í hyggju að gefa út bók með limrusafninu. Alla jafna snerist efni limranna um kostulegar myndir sem Gísli viðaði að sér héðan og þaðan. Síðasta limran er svona:

  Fornsögur
  – af sjónvarpsdagskrá

  Þar var alvara oftar en spé
  en ósköp hreint lítið að ske
  og dagskráin stutt
  og daufleg – en flutt
  oftast var „Afsakið hlé.”

  Auglýsing