SEX HUNDAKÚKAR Í ÓSKILUM Í KÓPAVOGI

    Af vettvangi.

    “Það gleymdust sex hundakúkar í garðinum hjá mér á Sunnubraut. Því miður er ekki hægt að sækja þá, ég tók þá upp sjálf því ég var svo heppin að eiga svona bleyjupoka,” segir María Björg Þórhallsdóttir íbúi á Kársnesi.

    “Endilega bankið upp á kæru hundaeigendur ef þið gleymið kúkapokunum heima, ég get látið ykkur hafa bleyjupoka, get líka skilið þá eftir fyrir utan húsið fyrir ykkur. Þætti líka vænt um ef þið sem hleypið hundunum ykkar út einum til að skíta mynduð bara sleppa því, þeir hirða víst ekki upp eftir sig sjálfir. Ok takk takk.”

    Auglýsing