SEKTAÐUR UM 90 ÞÚSUND FYRIR HRAÐAKSTUR UM MIÐJA NÓTT

  Um daginn fór ég í Hveragerði að heimsækja son minn og fjölskyldu. Dásamleg kvöldstund, útigrill og hitapottur. Þar sem ég þurfti að vakna snemma daginn eftir ákvað ég að fara í bæinn (borgina) sem ég gerði um miðnættið.

  Jæja, það var engin umferð og ég á dásamlegum Saab sem er ólmur 10 ára gamall en eins og nýr úr kassanum með topplúgu og allskonar. Jæja, þegar ég er að renna niður brekkuna sem liggur að Litlu kaffistofunni sé ég blikkandi ljós fyrir framan mig. Mér varð litið á hraðamælinn og sá að ég var ekki á löglegum hraða svo ég stoppaði bílinn og brosti framan í vörð laganna sem spurði mig kurteislega hvort ég vissi á hvaða hraða ég hafi verið.

  Hvarflaði ekki að mér að reyna að kjafta mig út úr þessu. Ég var vissulega sekur. Þetta endaði með því að ég greiddi á staðnum með kreditkort kr. 90.000 eftir afslátt. Góðan daginn; fékk líka 2 punkta í mínus. Lét mér þetta að kenningu verða.

  Í gær fór ég á Hvammstanga fram og tilbaka sama daginn keyrði á löglegum hraða alla leiðina og leið alveg prýðilega.

  Þetta er málið. Keyra á réttum hraða. Hrein samviska. Ekkert vesen.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.32 – Smellið!

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! /

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing