SEGJA SPAUGSTOFUKÓNG HAFA YNGST UM MÖRG ÁR

    Flott - Örn Árnason með foreldrum sínum.

    Ferðalangar sem hafa rekist á Spaugstofukónginn Örn Árnason í Hrísey í sumar segja að hann hafi yngst um mörg ár, grennri, spengilegri og útitekin eftir ferðir um fjöll og firnindi með túrista.

    Foreldrar Arnar, stórleikarinn Árni Tryggvason og eiginkona hans, Kristín Nikulásdóttir, hafa lengi haft búsetu í Hrísey og Örn fyrir bragðið verið þar með annan fótinn. En nú eru foreldrarnir komnir á hjúkrunarheimilið Eir og sonurinn heimsótti þau:

    “Heimsótti foreldra mína á Eir og skellti í eina sjálfu af okkur. Þarna eru samankomin 249 ár. Mamma 92 ára, pabbi 96 og undirritaður 61 árs. Þau báðu fyrir kveðjur til allra sem þau þekkja.”

    Auglýsing