SEÐLABANKASTJÓRI Á HLAUPUM – 10 KM Á DAG

    “Ég reyni að hlaupa 10 kílómetra á dag. Sneri mig reyndar á fæti og þurfti að hætta um tíma en er kominn í gang aftur,” segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og blæs vart úr nös á Sæbrautinni eftir vinnu í gær.

    “Þetta er gott og ég hef grennst,” segir Ásgeir og slær á magann sem er alveg horfinn.

    10 kílómetrar á dag – það er eins og að hlaupa frá Lækjartorgi til Hafnarfjarðar og það gerir Seðlabankastjóri á hverjum degi. Gott gengi hjá honum.

    Auglýsing