SANNA FÉKK “HÚÐLITAÐAN” PLÁSTUR – ANNAÐ EKKI Í BOÐI

    Sanna með "húðlitaða" plásturinn fyrir þremur árum.

    “Allskonar áhugaverðar minningar að koma fram á Facebook,” segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi sósíalista í Reykjavík sem fór út í apótek fyrir þremur árum af því hana vantaði plástur, ekki of áberandi, en þeir áttu bara “húðlitaðan”.

    “Afsakið enskusletturnar en auðvitað á ekki að normalize-a hvítan húðlit sem hinn eina sanna húðlit, sem allir aðrir eru síðan metnir út frá. Ég fagnaði því um daginn þegar ég sá að íslensk orðabók hyggðist endurskilgreina orðið húðlitaður svo að það næði ekki einungis utan um ljósan húðlit. En svo hugsaði ég með mér, afhverju í ósköpunum tók þetta svona langan tíma? Afhverju fékk þetta bara að standa þarna í öll þessi ár? Orð skapa ákveðinn veruleika. Húðlitur fólks er allskonar.”

    Auglýsing