SAMLOKUR Á SAGA CLASS

    Brúðhjónin.

    “Lítill tilgangur í að kaupa Saga Class þegar engin er þjónustan,” segir Daníel Sigurðsson, einnig þekktur sem Danni pípari, en hann fór í brúðkaupsferð með sinni heittelskuðu, Hörpu Sjöfn Nicolaidóttur Blöndal, þar sem farið var með skipi til nokkurra landa og svo flogið heim – á Saga Class með Icelandair.

    “Fastur á JFK, 3:45, seinkun og möguleiki á meiri seinkun. Erum í British Airways lounge, engin þjónusta og enginn matur. Eitthvað smá var til af gömlu elduðu grænmeti og samlokum þegar við komum í kvöld. Á miðnætti var allur matur fjarlægður. Það eina sem er í boði er gos og bjór. Icelandair! Er þetta boðlegt þegar borguð er næstum hálf milljón fyrir flugið?”

    Auglýsing