SAMFÉLAGSLEG TANNPÍNA ALDRAÐRA

    “Ég er í hópi aldraðra sem hafa ekki getað notið tannviðgerða það sem af er þessari öld, nema í brýnustu neyð. Ekkert hefur staðist í opinbera kerfinu. Ríkið gegnir ekki eigin lögum,” segir Herbert Guðmundsson fyrrverandi ritstjóri (77) sem sestur er í helgan stein og heldur áfram:

    “Núna er ráðherra að monta sig vegna samninga við tannlækna, sem ná ekki nálægt því sem áttu að gilda frá aldamótum. Er ekki augljóst að 50% ná ekki þeim 75% sem áttu að gilda upp úr síðustu aldamótum? Liðinn tími frá aldamótum hefur verið dýr fyrir mig og mína líka, annað hvort án þjónustu eða þjónustu sem við höðfðum engin efni á.

    Auglýsing