SAMDRÁTTURINN MÍNUS WOW

  Lesendabréf:

  Það er eitt mál sem brennur á mér. Það er mikið talað um samdráttinn í ferðaþjónustinni og WOW alltaf haft sem blóraböggull. Það sem ég skynja á því erlenda fólki sem ég þekki er að hér er allt orðið of dýrt og þess vegna komi fólk ekki. Vinur minn sem er að reka lítið iðnfyrirtæki í Reykjavík er farinn að greiða 50% af veltunni í laun og þau hafa hækkað um 10% á ári. Hvar á að fá peninga til síendurtekinna launahækkana, ekki af hagnaðinum sem er ekki til?

  Mámiðnaðarmenn í Þýskalandi voru að hóta verkfalli ef þeir fengju ekki 6% launahækkun á 3 árum. Þeir sömdu um 3,7% og hluti af því er tekið út í frídögum. Þessir svokölluðu hófstilltu lífskjarasamningar eru hækkun á bilinu 29-31% á 3 árum.

  Síðan markaðsátakið eftir Eyjafjallajökuls gosið hófst hafa laun í landinu hækkað um ca: 120%. Laun flugmanna Lufthansa hækkuðu frá 2011 til 2018 um, 8,7% – sjá hér. Þetta er helsti vandi samkeppnis hæfni Íslands að mínu mati.

  Fækkunin var hafin áður en WOW féll. 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBING CROSBY (116)