SAMAN ERUM VIÐ Í BÁTNUM

  Þú vaknar um miðja nótt og húsið er að brenna. Í dauðans ofboði vekurðu maka þinn
  og börn, þið flýtið ykkur út í skelfingu. Það er allt komið i bál og brand. Þegar út er komið
  og þið lítið í kring um ykkur þá sjáið þið að það eru öll húsin í götunni að brenna. Ykkur líður strax betur. Þið eruð ekki ein á báti.

  Munurinn núna og 2008 er að það er engum um að kenna, þetta bara gerðist. Sannarlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar náttúran tekur sig til þá eigum við lítinn séns. Hún bara gerir eitthvað sem við verðum að lifa við, fáum engu um breytt. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það mun eitthvað gott koma upp úr hattinum en það gerist ekki á einni nóttu.

  Sálfræðingar/þerapisti spyr einstakling sem er þunglyndur og svartsýnn og bendir á plöntu: “Sérðu hana hreyfast?” Svarið er nei. Þá segir therapistinn: “Hún er nú samt að vaxa.” Góðir hlutir gerast hægt.

  Í uppákomum sem þessari erum við öll vinir. Eins og ef geimverur mundu ráðast á jörðina þá væru engin landamæri; bara að duga eða drepast. Saman stöndum við sundruð föllum við. Í kringum hvern einstakling eru nokkrar manneskjur þannig að þegar 40.000 manns missa vinnuna þá líða á annað hundrað þúsund manns fyrir. Þó svo sumir séu heppnari en aðrir, þá snertir þetta nánast alla á einhvern hátt.

  Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands sem var við völd í seinni heimstyrjöldinn og leiddi þjóðina til sigurs ásamt Bandaríkjamönnum, sagði margt gott sem á við núna. Meðal annars: “Lýðræði er gott en það verður einhver að stjórna.” Hann sagði líka: “If you are going through hell just keep on going – Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp.”

  Við eigum ekki annars úrkosta. Þetta mun líka líða hjá.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing