SALAT ER EKKI SAMA OG SALAT

  Úr neytendahorninu:

  Neytandanum fannst undarlega lítið hangikjötsbragð af hangikjötssaltatinu frá Eðalsalati sem hann keypti í Krónunni. Satt að segja fann hann ekkert hangikjötsbragð. Skýringin kom í ljós þegar hann leit á innihaldslýsinguna. Þar er innihaldinu raðað upp eftir magni, þ.e. mesta magnið er tilgreint fyrst og svo koll af kolli. Fyrst kom majones, svo grænar baunir, svo gulrætur og loks hangikjöt – sem reyndist heil 14% af innihaldinu.

  Næst keypti neytandinn skinkusalat frá Kjötkompaníi. Vissulega var það dýrara, en sá var þó munurinn að skinkan var fremst í innihaldslýsingunni og heil 47% af henni í heild sinni. Þar á eftir kom majonesið.

  Lærdómur sögunnar: salat er ekki sama og salat. Lykillinn að réttu salatvali er að lesa innihaldslýsinguna. Það er munur á 14% og 47%. Til hvers að kaupa ódýrara salat (sem er samt ekkert ódýrt) sem stendur ekki undir nafni?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBONANZA PABBI