Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hafi tekið sína fyrstu selfí í morgun og segir: Fyrsta sjálfsmyndin. Jahérna hér. …að það hafi aldrei verið betra ástand á Íslandi en nú til að fá ungt fólk til að flytja aftur heim í foreldrahús. (Faðir sem saknar barnanna sem fluttu).
…að Hallgrímur Helgason sé ánægður með Tímaþjófinn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi um helgina:  Æðisleg sýning. Enn einn leiksigur Nínu Daggar Filippusdóttur á þessum vetri og sannkallaður textasigur líka hjá Steinunni Sigurðardóttur. Yfirmáta sannar og sárfyndnar línur og svo bara rammklassískt fagrar: “Á meðan skósólar snerta jörð, þá elska ég þig.” Nú langar mann til að lesa aftur bókina sem kom út fyrst 1986, hugsið ykkur. En þannig virkar víst litteratúrinn, hann getur ekki dáið ef hann er góður.  …að Jónina Ben sé sextug í dag. Hún er að heiman. Í Póllandi.
…að þennan fína mjöð hafi Jón Pálmason, kenndur við Hagkaup og bróðir Ingibjargar Pálma og þeirra systkina, látið brugga og merkja fyrir sig fyrir mörgum árum þegar Guðni Ágústsson var uppá sitt besta og vildi meina að staður konununnar væri á bak við eldavélina en ekki á vinnumarkaði. Guðna líkaði ölið mjög og keypti upp framleiðsluna.

…að stundum flækist fjöllin fyrir. En svo blasti toppurinn við þegar leið á daginn:

…að Gunnar Smári Egilsson hafi uppfært prófílmyndina á Facebooksíðu Sosíalistaflokks Íslands sem stofnaður verður 1. maí og þar fer Karl Marx (1818-1883). …að páfagaukar séu orðnir vandamál á ópíumökrum í Suður-Ameríku þar sem þeir standa á beit og verða svo dópaðir að ekki verður við neitt ráðið. Sjá hér.
…að dægurstjarnan Tobba Marinós sé komin með gleraugu. Tíminn flýgur. Sjá hér! …að þegar karlmenn séu óánægðir með sjálfa sig fari þeir til rakarans og láti klippa sig.
…að Georg Óskar opni sýningu í Listhúsinu Tveir Hrafnar á Baldursgötu í Reykjavík á föstudaginn klukkan 17:00 en Tveir Hrafnar eru með marga af helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar, núlifandi, á sínum snærum.

…að baráttumaðaðurinn Gústaf Níelsson og Bergþóra kona hans séu að hugsa um að fara að verja meiri tíma á Spáni þar sem þau eiga snotra íbúð í litlu fjölbýlishúsi í sólinni. Þar geta eldri borgarar lifað sómasamlegu lífi eftir að hafa verið pískað út í eilífðrvél verðtryggingarinnar á Íslandi mest allt lífið.
…að tveir látnir heiðursmenn taki hér lagið saman, Chuck Berry og John Lennon – og Yoko Ono tekur undir þannig að þeim eiginlega bregður.

…að sjónvarpsstjarnan Helgi Seljan hafi farið í Borgarleikhúsið í gær: Ég er eiginlega enn kjaftstopp eftir frumsýninguna á Ellý í gærkvöldi. Ég skammast mín eiginlega fyrir að hafa ekki gert meiri væntingar, því þær hefðu aldrei geta orðið að vonbrigðum. Fyrir það fyrsta er “Ellý” engir glorified tribute tónleikar. Þetta er leiksýning. Og það engin smá. Stalst til að taka þessa mynd af Katrínu Halldóru í hlutverki Ellýjar ásamt Sir RB að sýningu lokinni. Katrín er stórkostleg í sínu hlutverki; ekki bara vegna þess að hún syngur eins eða jafnvel og Ellý, eða af því að hún er svo lík henni. Heldur af því að hún er góð leikkona.
…að hörkufréttamaðurinn Atli Már Gylfason á stundin.is hafi fundið ástina og hún heitir Arna Ósk. …að athafnamaðurinn Jón Ásgeir, kenndur við Bónus, sé farinn að versla í Víði. Mynd / Sigurður Högni / Frægir á ferð.
…að borist hafi póstur: Ég var að velta fyrir mér hvort Saga Memo virkaði. Oft hugsað mér að kaupa það, enn alltaf gleymt því.

(Saga Memo á að bæta minnið).

…að hestamaðurinn og kvennamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson hafi ástæðu til að halda upp á daginn: Í dag er yngsti strákurinn minn eins árs, tíminn flýgur. Eins gott að njóta lífsins á meðan maður getur það.
…að það sé rosafrétt í Viðskiptablaðinu: Unnur Míla sjóðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði tekur við sem framkvæmdastjóri fjárstýringar tímabundið. Sigurður Jón Björnsson hefur ákveðið að láta af störfum.

…að Kolbrún Björgólfsdóttir leirlistakona (64) hafi verið að uppfæra prófílmynd sína á Facebook. Þær gerast ekki flottari.
…að sigurför rafrettunnar haldi áfram og nú er Agnes Bragadóttir stjörnublaðamaður Moggans komin með eina á stærð við felgulykil. …að áhugaverð grein í Vísbendingu eftir Þorstein Þorgeirsson ráðgjafa Seðlabankastjóra varpi nýju ljósi á skiptingu tekna fyrirtækja og vinnandi fólks. Sjá hér!
…að borist hafi póstur:

Eiginmaðurinn renndi yfir listann á Smartland og varð sífellt áhyggjufyllri á svipinn. Svo snéri hann sér að konunni – hikaði og muldraði loks í uppgjafartón um leið og hann snéri sér til veggjar: Best að sleppa þessu bara. Mér dettur ekkert annað í hug.

…að danska leikkonan Birgitte Hjort Sörensen, sem sló svo rækilega í gegn sem Katrine Fönsmark í sjónvarpsþáttaröðinni Borgen, sé komin á fast og í skýjunum með nýjan kærasta. Hún vill þó ekki gefa upp hafn hans og danska þjóðin fylgist spennt með – sjá hér.
…að svona segi Ríkisútvarpið stundum fréttir en hlustendur eru litlu nær: Mótmælin voru lengst af friðsamleg, en þegar fjölskyldumálaráðherra Tyrkja, Fatma Betül Sayan Kaya, var meinað að ávarpa mótmælendur og vísað úr landi í lögreglufylgd í framhaldinu hitnaði fólki í hamsi.

…að Víglínan sé skrýtið nafn á heiti sjónvarpsþáttar á Stöð 2 þar sem samfélagsmál eru rædd. Á að drepa einhvern? Hvers vegna ekki Murder Point?
…að Steini pípari sendi myndskeyti: Í fréttum um mengun frá Hellisheiðarvirkjun hefur komið fram að með hreinsun hafi mengunin minnkað um 60%. Samt er mengunin ennþá að fara yfir leyfileg mörk. Var virkilega gért ráð fyrir þessari mengun í umhverfismatinu? Það getur varla verið. Hvað fór úrskeiðis  í umhverfismatinu? …að það sé erfitt að gera upp á milli þessara liða. Það munar bara einum staf.
…að verið sé að endurvekja knattspyrnulið Hrunamanna á Flúðum í Hrunamannahreppi en það hefur legið í dvala en nú er horft til fjölda útlendinga sem vinna í gróðurhúsunum á Flúðum, margir hverjir þrautþjálfaðir í fótbolta frá heimalandi sínu. Talið er að þetta lið geti með litlum fyrirvara staðið jafnfætis bestu knattspyrnuliðum á Íslandi – ef útlendingarnir taka slaginn. …að Fréttablaðið komi með leysingunum.
…að Sindri Sindrason fréttamaður hafi gert allt vitlaust í sjónvarpinu um daginn en föðurbróðir hans, Heimir Sindrason, var í söngsveitinni Heimir og Jónas og þeir gerðu líka allt vitlaust með söngkonunni Vilborgu Árnadóttur þegar þeir komu fram þó á annan hátt væri.

…að fæstir viti hvar Rastargata er í höfuðborginni en hún er hér – úti á Granda og tengir saman Slippinn og Texasborgara.

…að borist hafi póstur frá Steina pípara um byggingamál og íbúðaskort:

Hæ Gamli. Þar sem alþingismenn og borgarfulltrúar tala um minnsta samnefnara í málinu og hrópa eingöngu á lóðir. Jú það er augljóst að það vantar lóðir, en málið er töluvert stærra og af flóknari mælikvarða. Útvega þarf lóðir í miklu magni á umtalsvert lægra verði. Fara þarf í uppstokkun á flóknustu byggingareglugerð á þessari plánetu og færa til samræmis við nágrannalönd ásamt slökun á eftirlitskyldu byggingafulltrúa og fella úr gildi meistarakerfi til samræmis við Norðurlönd. Og að lokum heimila einstaklingum að byggja sitt húsnæði.

…að svona geti sunnudagsmorgnar verið á Nýlendugötunni við Reykjavíkurhöfn. Hælaháir skór skildir eftir á ruslatunnuloki. Var nóttin villt?
…að Alþýðufylkingin haldi sinn þriðja landsfund um komandi helgi, 11. – 12. mars. Fundurinn er æðsta vald í málefnum flokksins og mun móta stefnu hans næstu tvö árin. Hann verður haldinn í Reykjavík en sóttur af fulltrúum víðs vegar að af landinu. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn og er bent á að hafa samband við flokkinn: althydufylkingin@gmail.com. Formaður Alþýðufylkingarinnar er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður – ágætur söngvari líka:

…að þeir kalli þetta Rússíbanaveginn í Tulsa Oklahoma USA þó hann heiti County Road NS 366. Þarna verður ökumönnum óglatt og þeir stoppa til að ná áttum.
…að þetta sé alveg rétt hjá henni. …að verðlaun, allskonar, séu undarlega blanda klíkuskapar og hégóma.
…það var líf og fjör í Harmageddon í morgun. Hlustið þér! …að árið 2010 hafi 2 milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars farið til Krabbameinsrannsókna. Restin fór til auglýsingastofa og milliliða. Það er mun betra að leggja beint inn á Krabbameinsfélög um allt land en að taka þátt í þessu drasli. (Helgi Seljan)
…að ruglið með rafrettuna eigi líklega eftir að drepa ráðherrann. …að erlendir fjölmiðlar séu að átta sig á að Trumpisminn sé nýpönk – næstum pólitískt rokk. Sjá hér!
…að félögin á Íslandi séu mörg og til dæmis er Páll Baldvin Baldvinsson formaður Félags leikstjóra. …að sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hafi viðrað mögulegt forsetaframboð sitt í viðtali við David Rubenstein á sjónvarpsstöðinni Bloomberg í gær. “Áður en Trump kom til sögunnar taldi ég mig óhæfa til starfans – en ekki lengur.”
…að öskudagurinn taki á sig ýmsar myndir – sjá hér! …að Þóra Margrét Baldvinsdóttir forsætisráðherrafrú Íslands eigi afmæli í dag, 46 ára, ári yngri en eiginmaðurinn.
…að keyra í snjó er eins og að elska konu, fara varlega og gefa í á réttu augnabliki. …að svona hafi staðan verið á miðnætti.
…að það hafi orðið uppi fótur og fit hjá Kreditkortum í Ármúla þegar gjaldkerinn kallaði upp viðskiptavin númer 007. Var Bond að borga? Hann borgaði alla vega og var ekki með neitt vesen aldrei þessu vant. …að nú sé illt í efni hjá Kristjáni Guy Burgess fyrrum framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar: Einhversstaðar í snjónum í gær, tókst mér að missa af mér úrið mitt, fína, sem ég fékk í afmælisgjöf um árið. Það var líklegast á gönguferð um Vesturbæinn, við snjómokstur á Ásvallagötu eða við að ýta bíl á Skothúsvegi, við tjörnina, eða á Landakotstúni. Kannski í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ef þið rekist á það, viljiði vera svo væn að láta mig vita. Þetta er Casio úr skíragulli eins og myndin sýnir.

Skoða meira

SAGT ER...

...að Hallgrímur Helgason rithöfundur sé að fara að ferma.
Ummæli ›

...að vinsældalistinn sé stuttur í dag.
Ummæli ›

...að Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hafi tekið sína fyrstu selfí í morgun og segir: Fyrsta sjálfsmyndin. Jahérna hér.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ELLÝ ÁRMANNS KARTÖFLUDROTTNING Í ÞYKKVABÆ: Ellý Ármanns, spákona og kynþokkafyllsta sjónvarpsþula Íslandssögunnar, er að koma sér fyrir í k...
  2. CATALINA VILL HAFA ÞÁ UNGA: Miðbaugsmaddaman Catalina, þekkt úr bókinni Hið dökka man, er fyrir yngri karlmenn. Sjálf er ...
  3. SVEITABÖLL ENDURVAKIN Í REYKJAVÍK: Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Háskólabíós eftir tónleika Síðan Skein Sól um helgina ...
  4. SUNDHÖLLIN 80 ÁRA: Haukur Haraldsson skrifar: --- Sundhöllin í Reykjavík var opnuð 23. mars 1937 að viðstöddum Pé...
  5. NÝTT FRAMBOÐ – SEGJA VINSTRIMENN Í VINNU FYRIR STÓRKAPÍTALISTA: Hafinn er undirbúningur að nýju framboði Í Reykjavík fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2018. Hópu...

SAGT ER...

...að það hafi aldrei verið betra ástand á Íslandi en nú til að fá ungt fólk til að flytja aftur heim í foreldrahús. (Faðir sem saknar barnanna sem fluttu).
Ummæli ›

...að Hallgrímur Helgason sé ánægður með Tímaþjófinn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi um helgina:  Æðisleg sýning. Enn einn leiksigur Nínu Daggar Filippusdóttur á þessum vetri og sannkallaður textasigur líka hjá Steinunni Sigurðardóttur. Yfirmáta sannar og sárfyndnar línur og svo bara rammklassískt fagrar: "Á meðan skósólar snerta jörð, þá elska ég þig." Nú langar mann til að lesa aftur bókina sem kom út fyrst 1986, hugsið ykkur. En þannig virkar víst litteratúrinn, hann getur ekki dáið ef hann er góður. 
Ummæli ›

...að Jónina Ben sé sextug í dag. Hún er að heiman. Í Póllandi.
Ummæli ›

...að þennan fína mjöð hafi Jón Pálmason, kenndur við Hagkaup og bróðir Ingibjargar Pálma og þeirra systkina, látið brugga og merkja fyrir sig fyrir mörgum árum þegar Guðni Ágústsson var uppá sitt besta og vildi meina að staður konununnar væri á bak við eldavélina en ekki á vinnumarkaði. Guðna líkaði ölið mjög og keypti upp framleiðsluna.

Ummæli ›

Meira...