Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní. …að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
…(Björgúlfur Egilsson bassaleikari). …að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
…að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan. …að einhverjir frægir séu að fara að opna sælkeraverslun á Klapparstíg 40 þar sem áður var antíkbúð.
…að með því að taka fimm og tíuþúsundkallana úr umferð sé Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að lauma evrunni inn bakdyramegin. …að Öskjuhlíðin sé ekki lengur besti leynistaðurinn fyrir ástarfundi eða samráðsfundi stjórnenda fyrirtækja. Betra sé að fara í Bónus eða Hagkaup því þar er enginn.
…að Rebecca Burger, einn þekktasti lífstílsbloggari í Frakklandi, hafi látist þegar rjómasprauta sprakk í höndum hennar. Fjölskylda hennar varar almenning við rjómasprautum sem þessum en þær eru víða í notkun, bæði á veitingahúsum og heimilum. …að þetta sé Bjarki Þór rakari á Rebel Klippibúllu á Nýbýlavegi í Kópavogi. Tekið skal fram að hann klippir ekki alla eins og sjálfan sig.
…að strákarnir á Snaps, Sigurgísli og Stefán, hafi sótt um að opna veitingastað á Bergsstaðastræti 13 þar sem Bernhöftsbakarí var til húsa um áratugaskeið. Þeir hafa tryggt sér húsnæðið, sækja um leyfi fyrir 55 gesti en húsaleiga á þessum stað á Bergstaðastræti mun vera 800 þúsund krónur. …að mánudagur sé ekki alltaf til mæðu.
…að Big Little Lies sé það besta sem sést hefur í sjónvarpi um áratugaskeið, eiginlega nútímaútgáfan af Desperate Housewives, bara miklu beittari og betri. Reese Witherspoon, Nicole Kidman, Shailene Woodley og Laura Dern leika konur sem eru hreinlega að ganga af göflum í yfirþyrmandi lúxuslífi og lygavef fjölskyldulífsins….a perfect life is a perfect lie.

ps. Nicole Kidman er fimmtug í dag.

…að þetta sé líkast til rétt.
…að Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hafi tekið bensín í Costco: Biðraðir voru í dælurnar til að fylla á tankinn frá vinstri hlið bíls. Þeir sem taka eldsneyti hægra megin komust fljótlega að. …að það hafi verið stíll á landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu, Aroni Einari Gunnarssyni, er hann gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur í Hallgrímskirkju í gær.
…að þetta sé þjóðhátíðarmyndin 2017 – Bubbi og Ísland er eitt. …að Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður hitti naglann á höfuðið oftar en ekki: Ýmsir stíga nú fram og vilja benda á að sá sem fremur níðingsverk geti aldrei þaðan í frá verið með óflekkað mannorð og því ekki hlotið uppreist æru. Er þetta ekki stating the obvious? Auðvitað er uppreist æra að verulegu leyti huglægt og afstætt fyrirbæri en það er líka lögfræðilegt hugtak sem snýr að réttindum borgara. Þá gagnvart lögum. Svo er um mörg orð og hugtök önnur. Og, við skulum ekki láta eins og lagabálkar séu skrifaðir af orðsins völundarsmiðum. (Reyndar held ég því miður að broguð íslenskukunnátta sé stórkostlegt vandamál meðal lögfræðinga og dómara og nokkuð sem lagadeildin ætti að athuga. Því þetta er grundvallaratriði — blaðamenn hafa til að mynda fengið að komast að þessu fullkeyptu í meiðyrðamálum. Dómarar hreinlega skilja ekki mælt mál.)
…að á síðasta fundi stjórnar Strætó þann 26.maí var kynnt  fyrir stjórn viðbragðsáætlun vegna ábendinga um misferli. Samþykkt  var að bíða rýni innri endurskoðenda á ferlinu áður en málið verður rætt frekar….! …að þetta sé Fock ofbeldi pokinn. Frábær tækifærisgjöf og hin fullkomna sundtaska. Pokinn er úr 100 % bómull, þykkur og veglegur. Allur ágóði rennur til verkefna sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum. 3.000 krónur – pantið hér!
…að blóm á Íslandi séu fáránlega dýr, hreinn lúxus. Svona vöndur kostar um fimm þúsund krónur í blómabúð. Skyldu vera til blóm í Costco? (frh.) …að það sé svo skrýtið með auglýsingar eða eins og Henry Ford sagði: Ég veit að helmingurinn af öllu sem ég eyði í auglýsingar hefur ekkert auglýsingagildi  en ég veit bara ekki hvor helmingurinn það er.
…að lífið hafi sinn gang.

…að uppnám hafi orðið í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV og einn orðið svo æstur að hann tætti í Costco og í stað kattamatar keypti hann köttinn í sekknum, ekki sprautusaltaðan, en samt var eitthvað loðið við hann og sekkjapípa fylgdi ekki með.
…að þeir sem borða mikið frönskum kartöflum séu í tvöfalt meiri hættu að deyja en hinir sem sleppa frönskunum. Þetta sýnir ný rannsókn – nánar hér. …að tólf nýir starfsmenn hafa að undanförnu verið ráðnir á þvottastöð Strætó og sem vagnstjórar. Athygli hefur vakið að enginn Íslendingur er meðal þessara nýju starfsmanna enda sækir enginn þeirra um starf hjá Strætó vegna launanna en hins vegar hópast þeir til annars rútufyrirttækja sem borga betur og stundum undir borðið aukalega en það er ekki hægt hjá Strætó.
…að Kristjón Benediktsson (bróðir Jóhanns fyrrum lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli) sé búinn að reikna út samgöngumálin og draga ályktun: 1% hjóla eða ganga, 4% nota stórar bifreiðar, 30 – 60 farþega, 95% nota bifreiðar sem taka 2 – 8 farþega. Almenningssamgöngur eru bifreiðar sem taka 2 – 8 farþega, samkvæmt vilja og áliti 95% fólks. Að sjálfsögðu vilja vinstri menn hafa vit fyrir þessum 95%. …að þarna sé einn rosaspældur – sjá.
…að Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar í Mosfellsdalsmorðmálinu sé ánægður með nýja fangelsið á Hólmsheiði: Íslensk stjórnvöld og bakhjarlar þeirra, íslenskir skattgreiðendur, eiga mikið hrós skilið fyrir fangelsið hér í Hólmsheiðinni. Það var orðið löngu tímabært að reisa fangelsi sem uppfyllir kröfur siðmenntaðra ríkja um aðbúnað fanga. Vel gert. …að Maggi Texas sé ekki af baki dottinn þó hann hafi þurft að loka Texasborgurum því hann rekur áfram Sjávarbarinn við hliðina þar sem fiskhlaðborð kætir túrista sem aldrei fyrr. Hér er hann með öðrum meistarakokki. Gústa, en verið var að steggja hann og Maggi notaði tækifærið og kenndi honum að flaka rauðsprettu: “Það gengur ekki að flottasti sjávarréttakokkur landsins kunni ekki að flaka fisk. Hann stóðst prófið, reddaði sér á snyrtingunni.”
…að garðsláttuvélar í þéttbýli gefi frá sér álíka hávaða og orustuþotur í lágflugi yfir borgir. Sá sem finnur upp hljóðláta garðsláttuvél verður ríkur og vinsæll. …að Ari Trausti alþingismaður virðist eiga sér tvífara í liði Corbyn í vinstri pólitíkinni í UK.
…að sjónvarpsstjarnan Sigmar Guðmundsson hafi verið að eignast barn með konu sinni, Júlíönnu Einarsdóttur Sveinssonar í Húsasmiðjunni og barnið nefnt í höfuð Katrínar móðurömmu Theódórsdóttur lögfræðings. …að eitt af nýrri úthverfum Reykjavíkur sé nánast ónýtt vegna myglsusvepps. Farið er með málið líkt og mannsmorð meðal iðnaðarmanna sem til þekkja því mikið er í húfi. Og þegar spurt er hvernig á þessu geti staðið er svarið stutt og laggott: Fúsk.
…að Karen Kjartansdóttir fyrrum upplýsingastjóri útvegsmanna hitti naglann á höfuðið þegar hún segir: Theresu May og Donald Trump hefur tekist að blása vinstra fólki á vesturlöndum móð í brjóst eftir talsvert langt niðurlægingarskeið. Þau eru alveg hætt að afsaka sig örlítið í hvert sinn sem þau tala og tala af meira stolti fyrir sínum skoðunum. …að þessi skemmtilegu ferðasalerni séu til sölu í Costco á frábæru verði. Bara setja í skottið og kippa svo út í vegkant þegar þarf. Tvö í pakka og henta því hjónum mjög vel á hrinveginum í sumar.

…að stærstu matvöruverslanir landsins og byggingavöruverslanir, sem nú eiga undir Costcohögg að sækja, gætu hugsanlega rúllað yfir um í vonalausri samkeppni en sá skellur myndi lenda á almenningi því fyrirtækin eru velflest að langstærstum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Sagan endurtekur sig alltaf þegar á bjátar í efnahagslífinu, alltaf sama fórnarlambið – almenningur.. …að þetta sé afmælisgjöf eiginkvenna sem fæddar eru í desember. Nú á tilboði á Netinu, hvítagull með bláum topazsteini, á rúmar tvær milljónir en kostaði áður fimm og hálfa milljón. Sex eftir á lager og tilboðið rennur út eftir 11 tíma.
…að Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sé með puttann á púlsinum: Kínverjar eru flestir hættir að nota reiðufé, les ég í NYT. Jafnvel götubetlarar taka við símgreiðslum með sérstöku appi. …að borist hafi póstur: Mikil fjöldi fólks sem hefur stundað Breiðholtslaug hefur á undanförnum vikum skipt um laug og fer í Árbæjarlaug. Ástæðan mun vera yfirgangur og frekja gamalla leigubílstjóra frá Hreyfli sem eru ekki sagðir kunna mannasiði.
…að nú sé komin ný vinnuvika og myllurnar mala hægt en smátt. …að Wall Street Journal greini frá því að gamaldags störf eins og rakari, barþjónn, slátrari, bakari og eða skósmiður séu að komast í tísku hjá ungu vel menntuðu fólki í stórborgum Bandríkjanna sem andsvar við rafrænu nútímalífi – og þetta fólk gerir hlutina með stæl. Þetta er reyndar einnig að gerast í Reykjavik.
…að ekkert verði af afmælistónelikum Bubba Morthens í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld þar sem bassaleikari hans var tvíbókaður. Hann leikur einnig í leiksyningunni Ellý í Borgarleikhúsinu og þar sem engar sýningar voru um Hvítsunnuna var ákveðið að skella upp einni á þriðjudagskvöld en um það vissu hvorki Bubbi né bassaleikarinn fyrr en of seint. …að alþingismenn séu í misgóðu formi eftir veturinn nú þegar þeir eru komnir í sumarfrí og ætla margir þeira að hlaupa af sér aukakílóin. Einn  þeirra sást á hlaupum um helgina í gulum bol og gulum buxum en það var Pawel Bartoszek úr Viðreisn.
…að allt sé stærra í Costco. …að vegarkaflinn á milli Gullfoss og Geysir hafi verið á vinnslustigi hjá Vegagerðinni síðan snemma í vor og leiðsögumaðurinn Bjarni Dagur segir: Einn fjölfarnasti vegur landsins. Ekkert bólar á því að þarna verði sett varanlegt slitlag. Vegurinn er grófur og þarf að gæta varúðar við mætingar. Langferðabílar hrisstast og fara verður löturhægt þennan spotta. Vegagerðin er aldrei í takt við samtímann svo sem eins og núna þegar ferðmannastraumur eykst dag frá degi – er þessi vegaspotti nánast ófær.
…að bensínstríðið sé á fullu: Orkan X er bara 11 krónum dýrari en Costco. 16 krónum lægri en fullt verð. …að svona sé þetta á Hvítasunnunni.
…að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og eiginmaður hennar, Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi, hafi verið meðal gesta í fertugsafmæli Gunnars Páls Tryggvasonar í Hlíðunum þar sem 300 þúsund gíraffinn úr Costco var í aðalhlutverki í garðinum. …að María Hrund Marinósdóttir, sem stoppaði stutt við hjá Strætó sem markaðsstjóri, taki við starfi markaðsstjóra Borgarleikhússins í ágúst en áður var hún markaðssstjóri VÍS og formaður ÍMARK. Af Strætó er það líka að frétta að nú á að færa talstöðvarhluta ferðaþjónustu fatlaðra frá Reykjavík til Ísafjarðar og að skrifstofa og þjónustuver Strætó flytjist  úr nýuppgerðu húsi á Þönglabakka 4  á Hestháls (breytingarnar kostuðu á fjórða hundrað milljónir) vegna myglu.

Skoða meira

SAGT ER...

...að þegar krakkarnir eru orðnir vegan, gay eða jafnvel múslimar geti fjölskylduboðin orðið flókin.
Ummæli ›

...að ferðamenn séu í auknum mæli að uppgötva veitingastaðinn í IKEA þar sem hægt er að fá málsverð á 10 evrur.
Ummæli ›

...að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SULLENBERGER Í COSTCO: Póstur frá neytanda: --- Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, var í Costco að gera stórin...
  2. RÚTUKÓNGURINN LÍKA FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGSINS: Úr umferðarmiðstöðinni: --- Sjálfsagt eru til fáar (ef nokkrar) atvinnugreinar þar sem einn og s...
  3. BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI: Bæjarins bestu hafa lokað útsölustað sínum á Stjörnutorgi í Kringlunni og ástæðann einföld: Eiginkon...
  4. SUMARHÖLL EGILS HELGASONAR: Þetta er sumardvalarstaður sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar um þessar mundir, á grískri eyju þ...
  5. HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI: Hatursorðræðan kemur víða fram eins og sjá má á þessu bílnúmeri hvort sem það er tilviljun eða ekki....

SAGT ER...

...að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
Ummæli ›

...(Björgúlfur Egilsson bassaleikari).
Ummæli ›

...að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
Ummæli ›

...að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan.
Ummæli ›

Meira...