Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl – tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka. …að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki.
…að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu. …að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
…að borist hafi póstur:

Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra.

..að grátkórinn haldi áfram eins og sjá má í pósti: Ríkistjórnin hefur boðað að  veiðigjald á útgerðir muni hækka um 6 milljarða á næsta fiskveiðiári og eru margir útgerðarmenn bálreiðir út í ríkisstjórnina. „Þessi hækkun mun gera út af við þá sem að eru með smáútgerðir því þeir þola ekki svona mikla hækkun,“ segir meðeigandi í litlu útgerðar – og fiskvinnslufyrirtæki sem hefur margra ára reynslu í bransanum.
Ferðalag Facebookskaparans Mark Zuckerberg um Bandaríkin þar sem hann hittir almenning hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hann hyggi á forsetaframboð gegn Donald Trump í kosningunum 2020. Sjálfur neitar hann því – enn. …að Strætó vilji frekar ráða útlendinga en Íslendinga sem bílstjóra því þeir eru meðfærilegri.
…að tónlistarmennirnir Björgvin Halldórsson og Óttar Felix Hauksson séu saman í veiðitúr í Grímsá og geri það gott hvernig sem á er litið. …að það sé þriðjudagur og klukkan 12:15 var leiðindaveður og Costco stútfullt.
…að lýðræðið megi aldrei verða almennum mannréttindum yfirsterkara. …að íslenskir embættismenn í Brussel séu stoltir af hljómsveitinni Kaleo en þeir geta varla farið inn í verslunarmiðstöð, hárgreiðslustofu eða kaffihús í borginni án þess að heyra tónlist strákanna úr Mosfellsbæ hljóma. Og þetta gildir um Belgíu alla.

…að Rolling Stones verði með tónleika í Amsterdam 30. september. Örfáir miðar eftir en þetta verður kannski síðasta tækifæri að sjá Keith Richard lifandi á sviði.

…að Jónas Kristjánsson ritstjóri segi að Björt framtíð skilji vel tilgang sinn í ríkisstjórn sem er að vera ekki með mótþróa við Bjarna Ben eins og Viðreisn er að sýna. Og bætir svo við um Bjarta framtíð: Enda er þar frekar heimskt fólk. 
…að þessi mynd gæti ekki verið íslenskari (mynd / söb). …að Fréttablaðið hafi loks fundið Bakþankahöfund sem kann að skrifa.
…að fyrrum Lottóstulka og nú skipulagsritari Hörpu, Elva Dögg Melsteð, og hetjutenórinn Garðar Thor Cortes hafi verið sæt saman í Melabúðinni í gær – hreinlega ærsluðust af ást. …að Óskar Magnússon lögfræðingur geri athugasemd við eftirleik meints hvarfs frönsku stúlkunnar Louise Soreda: Hvaða dónaskapur er þetta við frönsku stúlkuna? Þetta er fullveðja manneskja sem hefur leyfi til að fara ferða sinna að vild. Þegar lögreglan kemst á sporið að ósk ættingja, kemur okkur ekkert meira við. Ekki hvort hún sást með karlmanni, ekki hvernig skapferli hennar var og ekki hvað hún keypti í apótekinu. Hún á rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd.
…að það skipti ekki alltaf máli hvað sé sagt, heldur hvernig. …að Dr. Gunni segi að bestu bönd í heimi séu: 1. Bítlarnir, 2. XTC. Lengri er listinn ekki.

…að kaffi og beygla með osti og tómötum kosti 1.800 krónur á Gullfossi. …að samkvæmt fréttum BBC World News er Costco í eigu Kínverja.
…að klassíska dægurstjarnan, Herbert Guðmundsson, hafi farið í Costco og segir: Gaman að opna íssksápinn núna. …að Sigurður Snæberg Jónsson kvikmyndagerðarmaður sé í sumarfríi eins og svo margir: Ég hef verið á ferðalagi innanlands undanfarna daga. Það vekur athygli mína hve umferðin er lítil, vegakerfið gott, verðlag á landsbyggðinni eðlilegt og túristarnir kurteisir. Og engan hef ég séð ganga örna sinna í vegkantinum. Undarlegast fannst mér þó, að árnar í Skagafirði renna upp í móti.
…að þetta sé nýjasta myndin af Ólafi Ragnari Grímssyni sem Guðmundur Óskar tók út um bílrúðu á Granda í dag. Myndina kallar hann Hani, krummi, hundur, grís. …að svona séu mánudagar yfirleitt.
…að í viðtali i Ríkisútvarpinu hafi komið fram að til er fólk sem heldur að Djúpivogur sé framhaldsdeild fyrir þá sem verið hafa á SÁÁ meðferðarheimilinu Vogi.

Ferðalangur sendir myndskeyti: Hér er handónýtt flugvélaflak sem liggur í reiðileysi niður á Sólheimasandi. Þangað streyma þúsundir manna dag hvern. Þegar lagt er af stað gangandi frá veginum halda menn að eitthvað náttúruundur sé að finna þarna skammt frá. Skömmu síðar finnst þessi ruslahaugur sem þorpsfíflið í mínum fyrrverandi heimabæ í Kanada hefur gert að einu eftirsóttasta djásni slenskrar náttúru. Þetta er móðir allrar vitleysu. Það er ekkert skemmtilegra en að taka þátt í þessum gjörning. Það gerðum við samt.

…að útvarpsþættir Viktoríu Hermannsdóttur og viðtöl við ástandsbörnin á Rás 1 varpi skýrara ljósi á “ástandið” en margt annað sem gert hefur verið í þá veruna. Að hlusta á lýsingar barnanna sjálfra nú þegar þau eru fullorðin er á köflum blanda af harmleik og hryllingi – en svo líka eitthvað fallegt. Hreint frábært. …að vinsældir Melania Trump í hlutverki forsetafrúar Bandaríkjanna aukist stöðugt samkvæmt skoðanakönnunum Fox sjónvarpsstöðvarinnar; 51% Bandaríkjamanna líkar nú frammistaða hennar vel og er það 14% aukning frá síðustu könnun og 16% frá því fyrst var mælt síðastliðið sumar.
…að Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV hafi farið í Brynju á Laugavegi í dag til að kaupa batterí. …að Þorvaldur Gylfason prófessor sé kominn með alskegg sem klæðir hann vel.
…að Súsanna Svavarsdóttir, landsþekktur gagnrýnandi á árum áður, hafi slegið eigið hjúskaparmet í dag, verið gift Gunnlaugi Guðmundssyni í tíu ár og segir: Hún hefur ekki náð slíkum árangri í hjónabandi áður – og já, hún ætlar að halda áfram að vera gift honum. Það er ekki heldur að sjá neitt fararsnið á honum. …að Guðlaugur Bjarnason opni málverkasýninguna „Ástarlandslag“ í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík á laugardaginn kl. 15:00. Í Ástarlandslags málverkum sínum fléttar Guðlaugur ástleitnar tilfinningar sem gerðu vart við sig á síðasta ári inní raunverulegt landslag sem hann málar gjarnan og dáist af. Flest mótífin eru við Kleifarvatn og í Krýsuvík, máluð á þessu og síðasta ári. Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art1990. Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova 1994. Frá Mönchengladbach lá leiðin til Berlínar 1995 og bjó þar til 2012 er hann flutti aftur til Íslands.
…að þessi mynd af Bjarna Ara hafi veið tekin fyrir 30 árum þegar hann var kjörinn Látúnsbarki ársins af Stuðmönnum á tónleikum í Hveragerði. …að stjórnarandstaðan þurfi ekki að breyta málflutningi sínum neitt á milli ríkisstjórna. Oddný Harðar í Samfylkingunni endurbirtir í dag grein sem hún skrifaði á síðasta ári um aðra ríkisstjórn og hnikar ekki orði: “Enda báðar hægristjórnir þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður för,” segir hún – sjá hér.
…að  sumir íbúar í Rauðagerði bókstaflega líti niður á yfirvöld (sjá mynd) sem á móti ætla að valta yfir íbúana sem á móti eru rauðir af reiði osfrv. – sjá hér. …að rithöfundurinn og listakonan Bergljót Arnalds hafi brugðið sér í jökullón í dag í rauðum samkvæmiskjól og haft á orði: Feeling too damn hot.
…að stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson auglýsi ítalskt sófaborð með glerplötu á hjólum til sölu á Brask og brall. Borðið er frá NAOS og var upphaflega keypt í versluninni Gegnum glerið: Glerplata 110x 110, þykkt glers 1 1/2 cm, massíf glerplata og nokkuð þung, flott borð, tilboð óskast. …að bananasíminn sé að koma á markað, gulur og skemmtilegur og það er meira að segja sungið um hann – sjá:

…að það sé svo sem allt í lagi að vera í miðjunni á mánudegi. …að María Sigrún Hilmarsdóttir fréttaþulur Ríkisjónvarpsins klæði sig stundum líkt og María Antoinette, síðasta drottning Frakka fyrir byltingu, þegar hún les fréttir á skjánum en María Antoinette var eiginkona Loðvíks 16. og eftir henni haft: Ég hef séð allt, heyrt allt og gleymt öllu.
…að Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hafi notið sólarinnar saman í Vesturbæjarlauginni í gær, hún í grænu bikini og hann í svartri skýlu. …að starfsmanni  Strætó  á Hesthálsi  hafi umsvifalaust verið vikið úr starfi í  lok maí  vegna þess að hann hafði gerst brotlegur í starfi. Ástæðan var sú að hann hafði  unnið við að meðhöndla óskilamuni sem koma úr vögnunum ásamt fleiri starfsmönnum en tekið hluta af óskilamunuum og  selt þá á bland.is. Stjórn Strætó hefur fjallað um viðbragðsáætlun vegna þessa á undanförnum fundum og gert er ráð fyrir breyttu verklagi við óskilamunina.
…að danska Ríkissjónvarpið gleðji Íslendinga nú á hverju kvöldi með framhaldsþættinum Waking The Dead þar sem Trevor Eve og Sue Johnston fara á kostum í skemmtilegum samleik. Trevor Eve er þekktur sviðsleikari í Englandi, dropát úr arkitektúr og og sló fyrst í gegn sem Paul McCartney í söngleiknum John, Paul, George, Ringo…and Bert á áttunda áratugnum. Þá er hann stórtækur framleiðandi bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sue Johnstone gefur honum lítið eftir sem sálfræðingurinn í Waking The Dead. Sem ung kona átti hún kærasta í hljómsveitinni Swinging Blue Jeans sem fyrst erlendra poppsveita hélt tónleika í Austurbæjarbíói og einnig starfaði hún um tíma hjá Brian Epstein umboðsmanni Bítlanna. …að minjagripasalar á Vestfjörðum segi að salan það sem af er sumri sé 30 prósent af því sem var á sama tíma í fyrra.
…að dægurstjarnan Tobba Marinós hafi látið klippa sig í gær – léttara lúkk. …að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið sé sérbakað vínarabrauð í Mosfellsbakaríi í dag.

mynd / dóra m.

…að þetta sé hraðbanki á hjólum sem eltir túrista um landið.

(mynd / valbjörn höskuldsson)

…að athafnamanninum Hermanni Guðmundssyni í Kemi finnist ekki nógu vel sagt frá kaupum erlendra fjárfesta á KEA hótelunum og bætir um betur: JL Properties er í eigu tveggja manna sem hvor um sig eiga 50% hlut. Þetta eru þeir Jonathan B Rubini lögmaður og Leonard B Hyde verkfræðingur. Þetta fjárfestingafélag er greinilega öflugt fyrirtæki með margar stórar eignir í sínu safni. Meðal annars á fyrirtækið margar skrifstofubyggingar í Anchorage og m.a. 60.000m2 skrifstofuturn sem leigður er út til Conoco Philips olíufélagsins. Félagið er stærsti eigandinn í stóru félagi sem á 3.200 fasteignir sem leigðar eru út sem íbúðarhús fyrir hermenn. Félagið á talsvert af verslunarhúsnæði í útleigu auk þess að eiga talsverðar eignir í Florida og Arkansans, bæði hótel og heil hverfi sem eru í byggingu og verða síðan seld. Það virðist sem þessi fjárfesting á Íslandi sé fyrsta stóra fjárfesting félagsins á erlendum vettvangi, það er því athyglisvert að Ísland skuli hafa orðið fyrir valinu.

Skoða meira

SAGT ER...

...að Justin Bieber hafi frestað því sem eftir var af risatónleikaferð hans til að stofna eigin sértrúarflokk; eigin kirkju, Bieberkirkjuna. Eftir átján mánaða tónleikaferð sagði hann stopp, gat ekki meira en undir það síðasta var hann með trúarvakningar baksviðs bæði fyrir og eftir tónleika þar sem hann reyndi að kristna samstarfsmenn sína og fjölskyldu - segir The Sun.
Ummæli ›

...að framsóknarkonur í borgarstjórn Reykjavíkur séu ánægðari úti á landi en heima hjá sér. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir: Mikið rosalega er allt hreint og snyrtilegt á Akureyri."
Ummæli ›

...að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl - tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA GEGN COSTCO: Stofnuð hefur verið síða á Facebook, lík þeirri sem aðdáendur Costco eru með, en sú heitir Keypt í K...
  2. HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG: Hundur beit barn á Bræðraborgarstíg og móðirin er að vonum slegin. Um er að ræða barn Þóru Sigurðard...
  3. KLIKKAÐ Í KEFLAVÍK: Borist hefur myndskeyti: — Flugstöð Leifs heppna eftir miðnætti í gær. Töskusalurinn troðfullur ...
  4. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ PABBA: Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM k...
  5. ÞINGMAÐUR KEYPTI HJÓL MEÐ YFIRDRÆTTI: Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata keypti sér rafhjól á 140 þúsund krónur og flutti til landsins....

SAGT ER...

...að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki.
Ummæli ›

...að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu.
Ummæli ›

...að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Ummæli ›

...að borist hafi póstur: Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra.
Ummæli ›

Meira...