Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að þetta geti orðið sögulegt. …að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
…að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai – hvað sem það nú þýðir. …að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing.
…að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni:


…að Bítlarnir hafi ekki dansað mikið undir lögum sínum en hér taka þeir sporið.

…að Hillary Clinton sé í viðræðum við Columbia háskólann í New York um prófessorsstöðu án kennsluskyldu – Daily News. …að rúgbrauð sé ekki fitandi enda eru Svíar mjög hrifnir af því og grannir á meðan Danir borða hveitibollur daglega og feitari fyrir bragðið.
…að séra Guðmundur Örn Ragnarsson, bróðir Kjartans Ragnarssonar leikstjóra í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar af leiðandi föðurbróðir eins þekktasta myndlistarmanns þjóðarinnar, Ragnars Kjartanssonar, geri eftirfarandi athugasemd vegna kosningabaráttunnar:

“Nú þegar verið er að raða mönnum á framboðslista flokkanna, kvarti margar konur undan því að karmenn vilji ekki að þær sitji ofarlega á listunum. En Orð Guðs segir að “feðraveldi“ skuli vera við lýði meðal manna. Ekki leyfir það konunni að taka sér vald yfir manninum. Guð er enda ýmist nefndur faðir eða sonur, aldrei móðir eða dóttir.”

…að Jónas Reynir Gunnarsson, sem fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum, sé bróðir dægurdrottningarinnar Ásdísar Ránar.
…að best sé að taka einn dag í einu.
…að þetta sé Erna Lína Örnudóttir, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, nítján ára háskólanemi í Hafnarfirði. …að Jón Baldvin sé búinn að finna sér farveg í fjölmiðlum.
…að Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, almannatengill Kára Stefánssonar og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi mætt á landsleikinn gegn Kosóvó með húfu frá Arnarlaxi sem staðsett er á Vestffjörðum og í eigu norskra auðkýfinga að mestu. …að karlmannsútgáfan af Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci sé komin til New York og verður boðin upp hjá Christie’s í næsta mánuði. Myndin er frá sama tíma og Mona Lisa, hefur verið í einkaeigu og er gert ráð fyrir að hún verði slegin á 100 milljónir dollara á uppboðinu. Salvator Mundi (Frelsari heimsins) heitir hún og er ein af tæplega tuttugu myndum sem varðveist hafa eftir Leonardo da Vinci. Sjá: New York Post.
…að á laugardaginn hafi verið frá því greint hér að Ólafur Páll Snorrason, fyrrum aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar í FH, væri hættur eftir að Heimir var rekinn og væri nú í samningaviðræðum við Fjölni um þjálfun. Í dag, þremur dögum síðar, birtir Morgunblaðið svo sömu frétt án þess að geta heimilda. …að í síðustu  viku hafi bíræfinn þjófur verið á ferð í KR – heimilinu. Hann tók þar nokkur veski og  fór svo í næstu blokk og beið eftir leigubíl enda var hann  næsta dag að fara í meðferð til Svíþjóðar. Lögreglan  var fljót á staðinn  og stöðvaði manninn sem var að fara á stað í leigubílnum með fjölda  veskja  í poka. Hann sagði við leigubílstjórann og lögregluna „ Ég verð nú að eiga gjaldeyri  fyrir ferðina til Svíþjóðar“.
…að Vodafone noti óátalið mynd af Sólfari Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut í auglýsingum sínum líkt og Flokkur fólksins gerði á haustþingi sínu í Háskólabíói fyrir skömmu og uppskar hávær mótmæli frá erfingjum listamannsins. …að ársfjórðungsritið Hrepparígur sé með þessa frétt undir fyrirsögninni Brakandi B-frétt:

Kalmann oddviti og kaupfélagsstjóri, sem ætlaði sér forystusæti í Miðflokknum í sínu fjallakjördæmi, rauk rétt í þessu af fundi með Vermundi einkabílstjóra. Oddvitinn taldi einsýnt að málefnagrundvöllur hvíldi á brauðfótum, sum sé ekker rúgbrauð á borðum þótt boðað hafi verið til stofnfundar í Rúgbrauðgerðinni. Séra Sigvaldi ætlar að sækja um annað brauð.

…að Árni Ólafsson fasteignasali og Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum bíði spenntir eftir að Einar Karl Guðmundsson hótelstjóri og meistarakokkur transeri léttreykta Þeistareykjagæsabringu, norðlenskt heiðarlamb, austfirska hreyndýrsteik og Húsavíkurhrefnu ásamt tilheyrandi meðlæti. Yfir 40 forréttir á undan og allskonar og eftirréttahlaðborð  í lokinn. Byrjaði 6. október. …að í dag, 7. október 2017 klukkan 17:17 hafi fjölmiðlagoðsögnin Hallur Hallsson og Kolbrún Kjartansdóttir gengið í heilagt hjónaband.
…að svartir peningar streymi sem aldrei fyrr til eldri borgara sem sætta sig ekki við að mega aðrins vinna sér inn 25 þúsund krónur á mánuði áður en ellilaun þeirra skerðast. Þetta ætti að vera stóri boltinn í kosningaslagnum sem stendur yfir því þessi bolti heldur áfram að rúlla. …að Aulinn 3 sé nú í bíó og geri það gott. Í fyrri myndunum var það Pétur Jóhann sem talaði fyrir aðal en rödd hans er ekki að finna í þriðju myndinni. Ástæðan er einföld: Pétur Jóhann sagði nei takk við boðinu, enda var það helmingi lægra en fyrir talsetninguna í hinum tveimur.
…að vegfarendur haldi margir að þarna sé kosningaskrifstofa Sigmundar Davíðs. Það er ekki alveg víst. …að athafnaskáldið Jón Kristinn Snæhólm sendi móður sinni afmæliskveðju með stæl: Þennan dag árið 1945 fæddist hún mamma í Boston Massachusetts USA. Hún er ekki bara besti vinur minn heldur menntor og og tákn alls þess góða sem hér á jörðu finnst.
Ég elska þig mamma – Þórunn Hafstein. 
…að eirikurjonsson.is sé kominn í sólarhringsbann hjá Facebook fyrir að pósta þessari frétt um finnska rannsókn um bættan blóðþrýsting þeirra sem stunda saunaböð reglulega. Myndin sem birtist var tekin í áttræðisafmæli Júlíusar Sólnse prófessors í íþróttahúsi Háskóla Íslands í mars síðastliðinum og hafði birst hér áður. Facebook telur hana brjóta í bága við reglur um birtingu nektarmynda – sjá fréttina hér.
…að miðvikudagar séu toppdagar. …að hesturinn hans Simma sé hryssa og heiti Bella.
…að Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður sé kosningastjóri Pírata. …að Lilja Alfreðsdóttir, fyrrum utanríkisráðherra og skærasta stjarnan á dökkum Framsóknarhimni líðandi stundar, eigi afmæli í dag, 44 ára.
…að borist hafi póstur:

Góðir Grindvíkingar. Það verða tónleikar hjá okkur miðvikudaginn 4. október kl. 21:00. Píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og Hollendingurinn Maarten Oenstein en hann spilar á saxófón og klarinett. Þau hafa bæði verið áður á Bryggjunni og hann lét þau orð falla að þessi jassbúlla væri á miðjum þjóðveginum á milli New York og Amsterdam. Allir vita að stórborgin í Ameríku sem aldrei sefur, var stofnuð af Hollendingum á sínum tíma. Þá hét borgin New Amsterdam. Bryggjan heitir samt sínu nafni og reynir að standa undir því. Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bryggjan, kaffihús Grindavík.

…að Þórarinn Eldjárn hafi ort þetta á Facebook í morgun:

…að Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins, fjölmiðlamaðurin með gullgreiðuna, sé líka heimspekingur og segir: Bíllinn þinn er japanskur, húsgögnin sænsk, bíómyndirnar amerískar og pitsan ítölsk. Þú lest bækur með latnesku letri en notar arabískar tölur – lýðræðið er sagt grískt. Sána baðið er finnskt, kaffið frá Brasilíu, teið frá Sri Lanka og sparistellið kínverskt. Þú gengur í indverskri skyrtu, drekkur rússneskan vodka og vilt helst reykja kúbanska vindla – en vælir yfir að maðurinn við hliðina á þér sé aðkomumaður. Taktu þér tak! …að Egill Helgason hafi sannað það í Ríkissjónvarpinu í hádeginu í dag að hann er langbesti sjónvarpsmaður landsins þegar kemur að greiningu á samfélagi sem límt er saman á lyginni og enginn fær rönd við reist. Hann kallar fram sannleikann með vali á viðmælendum.
…að Framsóknarflokkurinn leiti nú með logandi ljósi að frambjóðanda í Reykjavík norður sem nýtur þeirrar lýðhylli sem nægir til að komast á þing burtséð frá öðru. Reykjavík suður þykir hins vegar vel mönnuð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Sigmundar Davíðs osfrv… …að Freyr Einarsson, fyrrum dagskrárstjóri Stöðvar 2 og fyrrum maður dægurstjörnunnar Ellýjar Ármanns sem nú berst við Arionbanka með eigin málverkum áður en bankinn kveikir í kennitölu hennar og gerir gjaldþrota vegna glæsivillu sem þau Freyr keyptu saman (sjá hér), sé kominn með nýja kærustu – lúkkar vel.
…að þú hafir fyrst séð þetta hér…og hér. …að ölllum sé boðið á upphafshátíð kosningabaráttu Pírata klukkan fjögur laugardaginn 30. september, sem haldin verður á efstu hæð tónleikahússins Hörpu í salnum Björtuloft og Píratar segja:

Komdu og fagnaðu lýðræðinu með okkur! Dagskráin er hin glæsilegasta: Tilkynning um hverjir munu prýða efstu sæti lista Pírata fyrir komandi Alþingiskosningar, ávörp valinkunnra Pírata, kosningafjármögun á Karolinafund sett í loftið og almenn gleði. Þessu máttu ekki missa af!

…að H&M hafi opnað í Kringlunni á ellefta tímanum í morgun og biðu væntanlegir viðskiptavinir í afmörkuðum röðum líkt og við innritunarborðin í Leifsstöð við dynjandi diskótónlist og verðlaunaafhendinga til þeirra sem fremstir voru í röðinni og höfðu mætt fyrst. …að kvikmyndin Undir trénu hafi tekið jafn mikið inn í aðgangseyri á þremur vikum og kvikmyndin Hrútar, eftir sömu framleiðendur, gerði á heilu ári og var þó mjög vel sótt.
…að þetta sé brot af tónsmíði Herdísar Stefánsdóttur, samið fyrr á þessu ári, flutt af Sinfóníuhljómsveitinni í Prag – hlustið hér. …að krakkarnir á Melavellinum í gamla daga sungu gjarnan þessa vísu á meðan á leik stóð: Sælgæti, sígarettur, vindlar! / KR svindlar!
…að Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra sé tíðrætt um að mál séu tekin til efnislegrar meðferðar og efnislegrar umræðu. Hvað þýðir þetta “efnislega”?
…að ef Guðmundur Spartakus fær 2,5 milljónir frá RÚV, hvað fær þá  Rosi­ta YuF­an Zhang, veitingakona á Sjanghæ á Akureyri, fyrir fréttatrakteringu hins opinbera?
…að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.

…að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.

Skoða meira

SAGT ER...

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BÆJARSTJÓRI FÉKK HJARTAÁFALL: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáf...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  5. SIGMUNDUR HJÁ JÓA FEL: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við...

SAGT ER...

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

...að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing.
Ummæli ›

...að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni: ---
Ummæli ›

Meira...