Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.

…að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
…að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00. …að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
…að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi.

Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.

-

…að þetta sé vel heppnuð forsíða á tímariti

-

…að þessi jeppi sé merktur Samfylkingunni (SF) og Davíð Oddssyni í fyrsta sætið (DO1). Borgarstjórnarkosningar nálgast.

-

…að Runólfur Oddsson konsúll Slóvakíu á Íslandi (bróðir Davíðs) standi fyrir inntökuprófum í tannlækningum og læknisfræði í Palacky University í Olomuc Tékklandi mánudaginn 21. ágúst næstkomandi.

…að þessi maður hafi grillað svínabóg austur á Héraði í gærkvöldi og tókst vel enda svínið eina dýrið hér á landi sem svitnar inn á við og snarkar því vel yfir glóandi kolunum.

…að þó Seltjarnarnesið sé sagt lítið og lágt í ljóðum þá er þar ekkert koddahjal eins og fram kemur þegar námsgögn bæjarins eru keypt af eiginmanni formanns skólanefndarinnar sem veit ekkert af því.

-

…að Jón Sigurðsson forseti sé loks farinn að brosa yfir stjórnmálaástandinu á Íslandi.

-

…að furðulegt sé að ókeypis sé í Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á meðan greiða þarf þúsund krónur fyrir að aka Hvalfjarðargöngin og eru Héðinsfjarðargöngin þó minnst þrefalt stærra mannvirki en Hvalfjarðargöngin. Kannski er það er vegna þess að Hvalfjarðargöngin voru einkaframkvæmd í samkrulli með ríkinu. Og nú vilja Hvalfjarðagangamenn fara að tvöfalda göngin að þarflausu til að geta haldið innheimtu áfram en samkvæmt samningi eiga þeir að afhenda ríkinu og almenningi göngin á næsta ári – og hætta þar með að rukka.

-

…að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, Ólafsfirði og Siglufirði, sé svo vinsæll meðal íbúa að þeir hafi mestar áhyggjur af því að hann hætti eftir næstu sveitarstjórnarkosningar en þá hugsun geta þeir margir ekki hugsað til enda. Gunnar var áður bæjarstjóri í Kópavogi um árabil og nálgast nú sjötugt – aldrei frískari.

…að svo smekkfullt hafi verið í Vesturbæjarlauginni um síðustu helgi að Hrólfur Jónsson, yfirmaður eigna – og mannvirkja Reykjavíkurborgar, þurfti að deila skáp og sturtu með kunningja sínum er slíkt er fátítt í lauginni. Hrólfur geymdi lykilinn og saman þurfti þeir að fara upp úr. Þegar þeir komu heim voru þeir í sokkum hvors annars.

…að skandall skeki skvísuheiminn: „Guð minn góður hvernig gat ég látið þetta verða svona slæmt,“ skrifaði Drew Barrymore við mynd af sér þar sem það sést að hún hef­ur ekki snyrt auga­brún­irn­ar í lang­an tíma. Það eru marg­ar kon­ur sem tengja við þessa per­sónu­legu mynd Barrymore en leik­kon­an er vön því að birta per­sónu­leg­ar mynd­ir á In­sta­gram. Fylgj­end­ur Barrymore á In­sta­gram voru ánægðir með mynd­ina og þökkuðu leik­kon­unni fyr­ir. Ein móðir þakkaði Barrymore til dæm­is fyr­ir að sýna að hún væri raun­veru­leg rétt eins og aðrar mæður. „Takk fyr­ir að birta þetta! Ég veit ekki hversu oft ég hef horft í speg­il­inn og séð þetta. Gott að sjá að stjörn­ur eru raun­veru­leg­ar líka,“ skrifaði ann­ar aðdá­andi. (Morgunblaðið 7. júlí 2017). …að Guðni Ágústsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins fari reglulega í kalda pottinn í sundlauginni á Selfossi og telji upp á 200 áður en hann fer upp úr og í annan sjóðandi heitan: “Þetta liðkar liðina og styrkir hjartað,” segir hann.
…að Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar sé mættur á Þjóðhátíð í Eyjum – með alskegg. …að þokkadísin Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eftirlæti fjölmiðlanna um árabil, hafi stokkið út í Dale Carnegie-lauginni og sé byrjuð að kenna fræðin. Af því tilefni býður hún upp á stutt námskeið 12. og 13. ágúst á 20 þúsund krónur en aðeins komast tveir að. Friðrika segir markmiðið með námskeiðunum að 1. Efla sjálfstraustið 2. Bæta hæfni í mannlegum samskiptum 3. Efla tjáningarhæfileikana 4. Þróa leiðtogahæfileika 5. Bæta lífsviðhorf okkar.
…að þetta sé að verða daglegt brauð. …að leið 6 hjá Strætó hafi verið korteri á eftir áætlun klukkan níu í morgun upp á Höfða hjá Bílabúð Benna og töldu farþegar í biðskýlinu að hann hlyti að hafa misst úr ferð og það væri ekki í fyrsta sinn. Samt hélt fólk ró sinni. En hvað hefði gerst í París ef Metro hefði sleppt úr ferð? Líklega stjórnarbylting.
…að Ragnheiður Melsteð, fyrrum eiginkona Magnúsar Scheving, sé kominn með nýjan mann en sá er Bjarni Þórður Bjarnason eigandi Arctica Finance en Bjarni starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun. Ragnheiður og Bjarni geisla af hamingu og eru dugleg að ferðast um fjöll. …að Peaky Blinders á Netflix sé gott efni; dregur upp mynd af alúðlegum óþverra sem vinnur hug og hjarta draumadísar sem send er honum til höfuðs.
…að Þórunn Lárusdóttir leikkona sé að selja fellihýsið sitt og auglýsir það svona: Til sölu á spottprís; Viking fellihýsi á fólksbíladekkjum. Það kemst þ.ar af leiðandi vegi sem upprunaleg dekk ættu erfitt með. Fellihýsið er undir 450 kg og þarf því ekki bremsur, svo það er auðvelt að halda því við. Vel með farið og þægilegt í alla staði. Rafgeymir, ískápur, gaseldavél, vaskur með rennandi vatni. Verð um það bil 210 þúsund. …að þetta séu ekki alveg nógu smart.
…að Ólafur Hauksson almannatengill og fyrrum ritstjóri viti hvað hann syngur: Almenningur hefur fremur lítið álit á Alþingi. Samkvæmt árlegri könnun Gallup á trausti til stofnana sögðust aðeins 22% svarenda bera mikið traust til Alþingis. Þetta vantraust tengist aðallega því þegar þingmenn opna munninn til að æpa í von um athygli og umtal. Kjólasýning í þingsalnum á ekki roð í þá samkeppni. …að sósíalistaforinginn Gunnar Smári afgreiði Bjarta framtíð með nokkrum vel völdum orðum í morgunsárið: Björt framtíð er flokkur fyrir bobós, borgaralega bóhema. Fólk sem gerir engar athugasemdir við óréttlæti hins kapítalíska kerfis en vill hafa svolítið annan stíl í klæðaburði og annan smekk á bíómyndum en Jón Gunnarsson. En gerir samt allt eins og Jón Gunnarsson og hugsar eins og hann. Og er náttúrlega ekkert annað en Jón Gunnarsson pakkaður í eitthvað annað en Dressmann. Björt framtíð er Jón Gunnarsson eftir að hann kom út úr fataskápnum. Nýr kjóll, sama spilling.
…að þetta sé forstjórabíllinn hjá Icelandair sem Björgólfur Jóhannsson ekur á; Lexus RX Hybrid nýkominn úr kassanum. …að Angelina Jolie prýði forsíðu septemberútgáfu tímaritsins Vanity Fair, nú einstæð móðir sex barna í nýju húsi í Los Angeles. Sjá frétt hér.
…að Ben Van Beurden stjórnarformaður Shell í Hollandi hafi trú á rafmagnsbílum þó hann höndli mest með olíur og bensín og sé tilbúinn til að faðma framtíðina með því að kaupa sér rafmagnsbíl í september. Hann verður þá fyrsti toppurinn í olíufélögum heimsins sem það gerir. …að hljómsveitin Klettar spili á Catalínu í Kópavogi í kvöld frá 23:00 til 02:00; Rúnar Þór, Björgvin Gísla, Siggi Árna og Rúnar Vilbergs. Let’s dance…

…að í Víetnam sé Víetnamstríðið ekki kallað Víetnamstríð heldur The American War – Amerískastríðið. …að athafnamaðurinn Runólfur Oddsson, konsúll Slóvakíu á Íslandi og bróðir Davíðs Oddssonar, hafi verið að pikka upp nýjan bíl í Þýskalandi; Mercedes Benz S 500 e 2017.
…að Justin Bieber hafi frestað því sem eftir var af risatónleikaferð hans til að stofna eigin sértrúarflokk; eigin kirkju, Bieberkirkjuna. Eftir átján mánaða tónleikaferð sagði hann stopp, gat ekki meira en undir það síðasta var hann með trúarvakningar baksviðs bæði fyrir og eftir tónleika þar sem hann reyndi að kristna samstarfsmenn sína og fjölskyldu – segir The Sun. …að framsóknarkonur í borgarstjórn Reykjavíkur séu ánægðari úti á landi en heima hjá sér. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir: Mikið rosalega er allt hreint og snyrtilegt á Akureyri.”
…að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl – tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka. …að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki.
…að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu. …að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
…að borist hafi póstur:

Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra.

..að grátkórinn haldi áfram eins og sjá má í pósti: Ríkistjórnin hefur boðað að  veiðigjald á útgerðir muni hækka um 6 milljarða á næsta fiskveiðiári og eru margir útgerðarmenn bálreiðir út í ríkisstjórnina. „Þessi hækkun mun gera út af við þá sem að eru með smáútgerðir því þeir þola ekki svona mikla hækkun,“ segir meðeigandi í litlu útgerðar – og fiskvinnslufyrirtæki sem hefur margra ára reynslu í bransanum.
Ferðalag Facebookskaparans Mark Zuckerberg um Bandaríkin þar sem hann hittir almenning hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hann hyggi á forsetaframboð gegn Donald Trump í kosningunum 2020. Sjálfur neitar hann því – enn. …að Strætó vilji frekar ráða útlendinga en Íslendinga sem bílstjóra því þeir eru meðfærilegri.
…að tónlistarmennirnir Björgvin Halldórsson og Óttar Felix Hauksson séu saman í veiðitúr í Grímsá og geri það gott hvernig sem á er litið. …að það sé þriðjudagur og klukkan 12:15 var leiðindaveður og Costco stútfullt.
…að lýðræðið megi aldrei verða almennum mannréttindum yfirsterkara. …að íslenskir embættismenn í Brussel séu stoltir af hljómsveitinni Kaleo en þeir geta varla farið inn í verslunarmiðstöð, hárgreiðslustofu eða kaffihús í borginni án þess að heyra tónlist strákanna úr Mosfellsbæ hljóma. Og þetta gildir um Belgíu alla.

…að Rolling Stones verði með tónleika í Amsterdam 30. september. Örfáir miðar eftir en þetta verður kannski síðasta tækifæri að sjá Keith Richard lifandi á sviði.

…að Jónas Kristjánsson ritstjóri segi að Björt framtíð skilji vel tilgang sinn í ríkisstjórn sem er að vera ekki með mótþróa við Bjarna Ben eins og Viðreisn er að sýna. Og bætir svo við um Bjarta framtíð: Enda er þar frekar heimskt fólk. 
…að þessi mynd gæti ekki verið íslenskari (mynd / söb). …að Fréttablaðið hafi loks fundið Bakþankahöfund sem kann að skrifa.

Skoða meira

SAGT ER...

...að Össi Árnason sjái sig knúinn til að selja þetta ágæta verk eftir Hugleik Dagsson út af heimilinu þar sem barni hans fer svo hratt fram í lestri. Gerið tilboð - gott verð.
Ummæli ›

...að þetta auglýsingaveggspjald hangi uppi í Iðnaðarsafninu á Akureyri og komið til ára sinna eins og sjá má – enda safngripur. Þarna segir þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann geri allt fyrir íslenskan landbúnað nema koma nakinn fram.
Ummæli ›

...að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SAKSÓKNARI Í FLEGNUM BOL: Borist hefur póstur: --- Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undi...
  2. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  3. SKÚLI SIGAR HUNDI Á FÓLK: Athafnamaðurinn Skúli Mogensen ver land sitt í Hvammsvík í Hvalfirði með hörðu en um ástæðuna má...
  4. FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ: Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: --- Ég leyfi mér að mótmæla hneykslunarhellunum sem hafa verið að ...
  5. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...

SAGT ER...

...að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
Ummæli ›

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...