Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.

…að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
…að rómantíska lesbíumyndin La vie d’Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
…að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever – samt var ekki búið að finna upp videoið – segja þeir.

…laugardagskvöld eru eins og önnur kvöld.
…að á þriðjudaginn hafi birst hér frétt um að farið væri að hitna undir Gunnari Braga fyrrverandi utanríkisráðherra hjá Framsókn í Norðvesturkjördæmi. Nú í kvöld staðfestir Ríkisútvarpið þetta – en það tók ríkisstarfsmennina fjóra sólarhringa. …að pylsuvagninn Meistarinn í Stykkishólmi sé til sölu. Meistarinn er bæði pylsu og bátavagn ásamt stærri matseðli.

Það sem fylgir inni í vagninum:
Rist fyrir bátabrauð
Pylsubrauðs grill
Tvöföld panna
Tvöfaldur djúpsteikingar pottur
Pylsupottur
Stór kælir
Lítill kælir x 2
Stór frystir
Kæliborð
Kæli skúffur
Sjoðsvél

Það sem fylgur utan vagnsins:
Frystikista
Skurðarborð
Stálvaskur djúpur með sprautu á
Tvöfaldur kælir
Skurðarvél fyrir grænmeti
Upplýsingar í síma 6177846

…að Guðni Th. Jóhannesson forseti kunni sitt fag. Hann kom hjólandi á Hjólaráðstefnu í Hafnarfirði. …að Init heiti fyrirtæki sem þjónar helstu þörfum lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga með iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu og þess háttar. Hugbúnaðarkerfið sem þeir nota kalla þeir Jóakim í höfuðið á Jóakim frænda sem bjó í peningatanki í Andrés Önd blöðunum. Vel við hæfi.
…að laugardaginn 23. september, kl. 15:00, opni í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík myndlistarsýning Stefáns Þórs myndlistarmanns. Sýningin ber heitið “Skáldað á striga – Ljóð lýsa mynd”. Um er að ræða andlitsmyndir af þekktum íslenskum skáldum ásamt stuttum handskrifuðum ljóðum þeirra. Verkin eru unnin með blandaðri tækni. Haft var samráð, eftir föngum, við skáldin sjálf um val á ljóðum. …að þetta sé séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensásprestakalli og fyrrum formaður Prestafélags Íslands sem biskupinn hefur sent í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
…að Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafi lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Snorri Ásmundsson myndlistarmaður er þessu mótfallinn og segir: Ég vil frekar lögleiða LSD og kókaín en kannabis. Ekkert smá leiðinlegur vímugjafi. Afleiðingarnar ömurlegar. …að Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna minnist Sigurðar Pálssonar skálds sem nú er allur eftir erfiða baráttu við krabba: Sigurður Pálsson hefur kvatt jarðvistina og sameinast ljósinu eilífa, blessuð sé minning skáldsins, sem snart svo óendanlega marga með ilhæðni sinni og innsæi.
…að gamla Austurbæjarbíó á Snorrabraut sé að taka á sig nýja mynd. Tékkið á þessu - hér! …að á uppflettisíðum Internetsins sé bardagakappinn Gunnar Nelson sagður bandarískur söngvari fæddur í Santa Monica og gerður rúmum tuttugu árum eldri en hann er. Reyndar á Gunnar alnafna ytra sem lýsingin passar við en sá er kántrýsöngvari.

…að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hafi tilkynnt á fundi með framsóknarmönnum í gærkvöldi að hún sæktist ef fyrsta sætinu hjá flokknum í Reykjavík norður í væntanlegum þingkosningum. …að Costco sé komið í jólagír. Kannski er þetta til sölu.
…að Óttar Guðmundsson geðlæknir eigi setningu mánaðarins í Bakþönkum Fréttablaðsins: Einu sinni áttu flestir foreldrar fjögur börn, nú eiga flest börn fjögur foreldri. …að þessi mynd lýsi einkar vel andlegu ástandi fiskveiðiþjóðar við ysta haf eftir atburði síðustu daga.
…að á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi sýni Marel nýtt tæki sem gerir allt í einu, flakar fisk, snyrtir, pakkar og svo er varan komin til Boston um kvöldmatarleytið. Tækið á eftir að gera fiskvinnslukonur óþarfar innan þriggja ára. …að þetta hafi verið helstu kyndilberar alpahúfutískunnar á Íslandi á 5. og 6. áratug síðustu aldar; Jóhannes úr Kötlum og Kristján frá Djúpalæk.

…að Þórarinn Þórarinsson kvikmyndagagnrýnandi minnist Soprano-leikarans Frank Vincent, sem lést í síðustu viku,með þessum orðum: Phil var einhver andstyggilegasti fjandmaður Tonys og ég man hversu innilega ég fagnaði þegar hann fékk sín maklegu málagjöld þegar hann lá á bensínstöðvarplani og bíllinn sem hann var að dæla á rann yfir hausinn á honum að barnabarni hans aðsjáandi. Phil var ekki síst óþolandi og auðhataður fyrir frábæra túlkun þessa afbragðsleikara á honum. RIP.

…að Reynir Traustason fyrrum ritstjóri DV hafi fengið sér nýjan hatt – miklu léttari og ljósari en þeir gömlu.
…að svona sé þetta yfirleitt á miðvikudagsköldum. …að dægurdívan Ellý Ármanns auglýsi eftir 25 gervigæsum á veraldarvefnum.
…að forstjórastóllinn í Hörpu hljóti að vera sjóðheitur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá týndu milljónunum sem Sigur Rós átti að fá en fóru eitthvað annað - sjá hér. Svanhildur Konráðsdóttir er búin að vera forstjóri Hörpu í rúma fjóra mánuði. …að fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson sé að fara að gefa út nýtt tímarit og kynnir það svona til leiks: Áður en ég kom að umbreytingu Pressunnar 1989 hafði ég unnið á Kvikmyndablaðinu, NT, Tímanum, Helgarpóstinum og DV. Eftir Pressuna kom ég að stofnun Eintaks, Morgunpóstsins, Fókus, Fjölnis og Fréttablaðsins. Síðar kom ég breytingum á DV, fylgdist með stofnun Nyhedsavisen og BostonNow og stóð löngu síðar að umbreytingu Fréttatímans. Þetta voru ólík blöð; með ólíkan tilgang, blæ og tón. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í kvöld þar sem ég var að hefja undirbúning að nýju tímariti.
…að ríkisstjórnin ætli að hækka afnotagjöld Ríkisútvarpsins um 400 krónur – úr 16.800 krónum í 17.200. …að Bubbi Morthens sé búinn að vera edrú í 21 ár.

 

…að Þráinn Bertelsson eigi hugvekju dagsins: Skrýtið að ríkisstjórn sem er nógu mannúðleg til að veita barnaníðingum uppreisn æru skuli ekki hafa pláss í hjarta sínu til að veita flóttabörnum skjól. …að greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins séu farnir að sakna þess að sjá ekki Gísla Martein á skjánum um helgar. Hvers vegna er hann ekki á dagskrá? Það var búið að lofa því.
…að borist hafi póstur: Kæri borgarstjóri. Sé að þú ert næstum búinn að malbika Vesturgötuna og næst verður þú að malbika Bræðraborgarstíg því hann er að verða ófær. Á ekki traktor. …að Jónas Kristjánsson ritstjóri (77) hitti naglann á höfuðið oftar en aðrir: ,,Fólk, sem vill stunda vændi (ekki barnaníð), á að fá það.”
…að dægurlagasöngvarinn Geir Ólafs hafi sent frá sér tilkynningu: Kæru íslendingar. Mér er mikill heiður að tilkynna ykkur að uppselt er á Las Vegas Christmas Show 2017. Ég þakka öllum þeim sem hafa keypt miða og líka þeim sem hafa deilt fyrir okkur. Salan fór á stað 1. september og núna er uppselt. Gangi ykkur öllum vel. Kveðja Geir.
…að Jóhannes Kristjánsson eftirherma furði sig á ferðamönnum: Merkilegt hvað ferðamenn drekka af víni. Hef séð á ferðum mínum að í mjög mörgum tilfellum að það er konan sem ekur bílnum. …að við lifum núna í öðru sæti.
…Gail Honeyman er skoskur rithöfundur og höfundur Allt í himnalagi hjá Elanor Oliphant sem geislar af blæbrigðaríkri kaldhæðni sem aldrei verður kennd í skólum þó svo höfundurinn hafi verið í Oxford. …að áhugi sé á ritun ævisögu Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara í knattspyrnu og vinnuheitið er: Tannlæknir á takkaskóm.
…að athafnamaðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson sé að gefa út bók sem byggir á löngu ferðalagi og segir: Eftir sléttan mánuð fæðist mín fyrsta bók, eftir nokkuð langan meðgöngutíma, fjögur ár síðan ég lagði upp í sex mánaða Afríkuferð. Titilinn fæ ég að láni frá Jóni Indíafara sem segir á einum stað þegar hann siglir meðfram heitri ströndinni 400 árum fyrr: “Þessi álfa, Afríka, liggur rétt undir sólinni og hennar gangi.” …að Danir hafi á orði, og hafi haft í þúsund ár, að menn deili ekki um smekk. Íslendingar deila hins vegar nær eingöngu um smekksatriði og væri vart svo ef við hefðum ekki stigið það óheillaskref að lýsa yfir sjálfstæði og slíta sambandi við danska konungsveldið. Þá væri eflaust meiri menningarbragur á umræðunni.
…að áhorfandi á fremsta bekk á sýningu Þjóðleikhússins á Með fulla vasa af grjóti hafi truflað sýninguna í fjórgang í gærkvöldi með svo hvellum og hvínandi hlátri að leikararnir, Stefán Karl og Hilmir Snær, fóru líka að hlæja. Uppselt er á allar sýningar verksins og ógjörningur að fá miða. …að Costcomenn hafi lent í vandræðum með að bókfæra fílinn sem þeir færðu Húsdýragarðinum að gjöf og varð lendingin sú að selja hann á eina krónu til tiltekins starfsmanns Húsdýragarðsins sem þeir könnuðust við. Annars var uppsett verð á Costcofílinn 499,999 krónur.
…að veitingastaðurinn Matwerk á Laugavegi, þar sem Stjörnubíó stóð áður, komi skemmtilega á óvart með gæðamat á sanngjörnu verði, til dæmis pasta með beikoni og rækjum í gæðaflokki sem hefur ekki sést í Reykjavík til þessa. Svo ekki sé minnst á útsýnið út á Laugaveginn í gegnum risaglugga sem er algjört bíó – eins og í Stjörnubíó. Sjá!
…að skæð hrútaveiki geisi í yfirstjórn einnar æðstu stofnunar landsins og horfir til vandræða. …að Ingveldur Thorarensen í Hafnarfirði hafi heldur betur dottið í lukkupottinn þegar hún vann nýjan Benz-rafbíl í áskriftarleik Morgunblaðsins. Ingveldur er móðir tónlistarkonunnar Sóleyjar Stefánsdóttur sem hefur náð hvað lengst allra Íslendinga með tónlist sína á YouTube – sjá hér.
…að Hörður gjaldkeri í Húsasmiðjunni hafi orðið sjötugur í gær og eins og gamall viðskiptavinur orðaði það: Einstaklega vel liðinn gjaldkeri. Ólst upp hjá Snorra í Húsasmiðjunni og sennilega starfsmaður númer 2 eða 3 í fyrirtækinu. …að á teikniborðinu sé opnun nýrrar Costocoverslunar í stórhýsi Bauhaus við Vesturlandsveg.

Skoða meira

SAGT ER...


Ummæli ›

...að ef Guðmundur Spartakus fær 2,5 milljónir frá RÚV, hvað fær þá  Rosi­ta YuF­an Zhang, veitingakona á Sjanghæ á Akureyri, fyrir fréttatrakteringu hins opinbera?
Ummæli ›

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  3. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  4. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...
  5. ÁSGEIR TIL KSÍ?: Borist hefur póstur: --- Nú styttist í það að tæknilegur framkvæmdastjóri verði ráðinn hjá KSÍ. Mö...

SAGT ER...

...að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
Ummæli ›

...að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir.
Ummæli ›

Meira...