Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SAGT ER…

…að þetta hafi verið mest lesið á mbl.is í gær. …að þessi sendi skýr skilaboð á hraðbrautinni miðri. Að vísu er stafsetningavilla á skiltinu en skiptir engu í heildarsamhenginu.
…að um sexleytið í gærkvöldi hafi Costco verið orðin svo til tóm. Ekki af fólki, heldur vörum. Allt keypt. …að Magnús L. Sveinsson, fyrrum formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og borgarfulltrúi, hafi byrjað daginn í Costco.
…að fimmta serían af House Of Cards á Netflix lofi góðu. Forsetahjónin hafa engu gleymt en samt er eins og vanti eitthvað upp á óþverraskapinn sem áður einkenndi þau. En það kemur kannski. …að ýmar costcolegar tröllasögur séu á kreiki. Maður nokkur fullyrðir að hann hafi fundi fíl í postulíninu sem hann keypti í búðinni.
…að Tim McMillan gítarleikari frá Ástralíu verði með tónleika fimmtudaginn 1. júní kl. 21:00 á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík. Hann er sagður mjög flinkur að spila og sviðsframkoman frábær. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

…að kjósendur furði sig margir á því að ekki sé búið að gera Össur Skraphéðinsson fyrrum utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar að sendiherra eins og tíðkast þegar menn detta út úr pólitík. Er kerfið að klikka?
…að Atli Geir Grétarsson leikmunavörður íslenskrar kvikmyndagerðar sé í sjokki: Veiðikortið, Visakortið, Golfkortið, Costcokortið, Boltakortið, N1kortið, Debetkortið, Sundkortið, Olískortið, Strætókortið…Veskið er að springa. …að Skúli Mogensen í WOW hafi skipt um prófílmynd á Facebook í dag – nýtt blik í auga.
…að Auður Ava Ólafsdóttir sé mesti rithöfundur sem fram hefur komið hér á landi um áratugaskeið og skýtur öllum öðrum samtímahöfundum ref fyrir rass með sögunni Ör – svo í hvín. …að Auður Jónsdóttir rithöfundur sé skáldmælt eins og hún á kyn til og yrkir fyrripart í ljósaskiptunum við víðfræga vísu: Ein ég sit og læka / inn í litlu húsi / enginn kemur að sjá mig / nema litla músin osfrv….
…að það kosti 225 krónur að senda bréf í fjaðurvigt frá Reykjavík til Kaupmannahafnar með Íslandspósti. …að Rökkvi litli, yngsta barn kvennaljómans Fjölnis Þorgeirssonar, hafi farið með pabba sínum í hesthúsið í gær.
…að franska kvikmyndin Elle (Hún) með Isabelle Huppert sé ein sú albesta sem sést hefur – sjáið hana.

…að Catalina miðbaugsmaddama hafi farið út að borða í kvöld og kynnti það svona á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni: I have nothing to hide.
…að rætt hafi verið í alvöru í borgarstjórn að sekta reiðhjólafólk sem ekki notar hjálma nema þá að það heiti í höfuðið á hjálmunum. …að ekkert tilboð hafi borist í málverkaperluna Börn að leik eftir Þorvald Skúlason sem boðið var upp hjá Gallerí Fold á mánudaginn en verðmat var 4 milljónir. Sjá frétt hér.
…að hafrakexið vinsæla frá Grahams detti alltaf í sundur um leið og það er snert. Er þessi Graham ekki bakari eða hvað? …að ofskynjunarsveppir séu öruggasta eiturlyfið að mati Global Drug Survey. Í rannsókn á tólf þúsund manns sem átu sveppi í fyrra voru aðeins 0,2 prósent sem töldu sig þurfa læknisaðstoð á eftir sem er fimm sinnum lægri tíðin en hjá þeim sem taka MDMA, LSD eða kókaín.
…að Garðar Kjartansson, áður veitingamaður á öllum hornum Austurvallar og fasteignasali fræga fólksins, sé kominn í nám til löggildingar sem fasteignasali í Háskóla Íslands 66 ára: “Það er aldrei of seint að byrja. Þetta tekur tvö ár og þá verð ég komin á eftirlaun.” …að Ragnar Bárðarson hafi skráði sig á spjöld sögunnar nú á níunda tímanum þegar hann varð fyrsti viðskiptavinur Costco. Hann gekk út úr búðinni, glaður í bragði, með kassa af hnetum – completely nuts.
Mannsi í Pfaff, Kristmann Magnússon, sendir mönnum tóninn í blaðagrein í dag: “Hættið þessu væli og standið að rekstri þjóðfélagsins eins og aðrar atvinnugreinar sem innheimta 24% virðisaukaskatt.” …að rithöfundarnir og skáldin Einar Már Guðmundsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi báðir verið í sundlauginni í Grafarvogi síðdegis að þvo af sér daginn og hressa fyrir kvöldið.

…að þetta sé með ólíkindum. Maður kaupir flugmiða frá Warsjá í Póllandi til New York og lendir í þessu.

…að Sigmundur Davíð fyrrum forsætisráðherra og Guðfinna Jóhanna borgarfulltrúi hafi snætt saman á Slippbarnum ásamt stuðningsmönnum sínum eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gærkvöldi. Glatt á hjalla.
…að þetta sé ágætt á föstudegi.

…og þetta líka.


…að Yrsa Sigurðardóttir mæli með bókinni A Deadly Thaw eftir Söru Ward á forsíðu: Gives the Scandi authors a run for their money (hvað sem það nú þýðir).
…að töskuvesen flugfélaganna sé komið á það stig að réttara væri að láta farþegar borga eftir eigin líkamsþyngd – því léttari, því ódýrara. Það væri réttlátara. …að fyrirsætan Ásdís Rán hafi misst af spinning því hún var að bjarga mannslífum á fjöllum: Ég náði því miður ekki í Spinningkeppnina, ég var önnum kafin í því að bjarga mönnum úr háska uppi á jökli á þyrlunni í nýja þyrluflugmanns spandex gallanum mínum.
…að mörgum greiðendum afnotagjalda Ríkisútvarpsins hafi brugðið í brún þegar þeir horfðu á nýja fréttakonu í Kastljósi taka langt viðtal við auðmanninn Ólaf Ólafsson þar sem hann krafsaði í bakkann. Fréttakonan er Sigríður Dögg Auðunsdóttir, eiginkona Valdimars Birgissonar auglýsingastjóra Fréttatímans sáluga og hluthafa, og ástæðan fyrir því að hún tók viðtalið var að Ólafur samþykkti það sjálfur. Sigríður Dögg hefur starfað á fréttastofu RÚV í fáeinar vikur. …að drengur hafi verið skírður í  höfuðið á öfum sínum en þeir hétu Stórólfur og Friðþjófur. Drengurinn var látinn heita Stórþjófur.
…að Jónas Kristjánsson ritstjóri vandi heilbrigðisráðherra ekki kveðjurnar: Óttarr Proppé orðinn svo kexruglaður, að hann er farinn að fjalla um nauðsyn á kostnaðarvitund sjúklinga og aukinni greiðsluþátttöku. …að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ríkisins sé kokhraustur í auglýsingum sem stofnunin birtir á Facebook til að kynna ársskýrsluna. Allt í ljóma og blóma: Jákvæðar fréttir birtast í ársskýrslu RÚV fyrir árið 2016. Rekstur er áfram hallalaus og á árinu var merkum áfangum fagnað, viðhorf mældist jákvæðara en nokkru sinni og RÚV hlaut viðurkenningar fyrir dagskrá, fréttir og jafnréttisaðgerðir. Hér má nálgast ársskýrsluna.
…að Árni Johnsen fyrrum alþingismaður sé búinn að selja einbýlishús sitt í Rituhólum 5 í Breiðholti. En hver keypti? …að miðstjórn Alþýðufylkingarinnar, sem kosin var á landsfundi í mars, hafi komið saman í fyrsta sinn 13. maí, á árangursríkum fundi. Rætt var um hugsanleg áhrif nýstofnaðs Sósíalistaflokks Íslands á Alþýðufylkinguna. Einhugur var um að Alþýðufylkingin muni að óbreyttu halda sínu striki, enda lítið vitað hvert S.Í. mun stefna.  Ákveðið var að koma á laggirnar vefriti í haust og ennfremur samþykkt að minnast þess með veglegum hætti að hundrað ár eru á þessu ári frá Októberbyltingunni í Rússlandi.
…að íbúar í Breiðholti hafi verið fljótir að finna sér annað land til þess að halda með í Eurovision til að viðhalda spennunni í aðalkeppninni eftir að ljóst varð að Svala okkar yrði ekki með. Þeir studdu Pólland ákaft enda fjölmargir Pólverjar búsettir í hverfinu.

…að Bakþankar Óttars Guðmundssonar geðlæknis í Fréttablaðinu í dag séu skyldulesning. Um lappe lepjandi lopatrefla í 101 Reykjavík sem skálda um landsbyggðina án þess að hafa komið þangað.
…að viðskiptavinir Landsbankans viti ekki sitt rjúkandi ráð eftir að hafa lesið Viðskiptablaðið – sjá hér. …að Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV kunni að skrifa fréttir: Söngvarinn Tom Jones og Priscilla Presley hafa sést mikið saman að undanförnu. Slúðurblöð hafa birt fréttir þess efnis að þau séu par en söngvarinn segir að svo sé ekki, þau séu gamlir og góðir vinir. Söngvarinn, sem er 76 ára, missti eiginkonu sína, Lindu, úr krabbameini í fyrra en þau höfðu verið gift í 59 ár. Priscilla er 71 árs og var gift Elvis Presley á árunum 1967–1973 og þá kynntust þau Tom vel, en þeir Elvis voru góðir vinir. 
…að þetta sé ekki biðröð heldur martröð – Leifsstöð í dag. …að grínistarnir Ari Eldjárn og Gísli Rúnar hafi staðið á horninu hjá Gullkúnst á Laugavegi klukkan 14:08, báðir skellihlæjandi hvor að öðrum á meðan túristarnir liðu hjá í hópum án þess að skynja þessa sögulegu stund.
…að kraftaverkamaðurinn Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi ætli að vera með áfengislausa afmælisveislu: Laugardaginn 20. maí næstkomandi verð ég 70 ára. Í tilefni þess verður haldin veisla í Von í Efstaleiti laugardaginn 20. maí kl. 14 þar sem boðið verður upp á kaffi og veitingar. Vinir og vandamenn sem vilja fagna deginum með mér eru hjartanlega velkomin og ég hlakka til að sjá ykkur sem flest. …að fátt jafnist á við hakkeböff með spældu eggi, kartöflumús og lauk í Múlakaffi fyrir rétt rúmar tvö þúsund krónur og þetta sem sést á myndinni er aðeins einn þriðji af skammtinum, ríkulegt meðlæti fylgir með og kjúklingasúpa að auki. Dugar fyrir þrjá. Með svona trakteringum leggur Múlakaffi meira til jöfnunar lífskjara í landinu en stjórnarflokkarnir þrír eins og þeir leggja sig.
…að mjög skiptar skoðanir séu á frammistöðu Gísla Marteins við kynningu á Eurovision í gærkvöldi en meiri sátt um frammistöðu Svölu sjálfrar á sviðinu. Gísli Marteinn talaði niður til margra keppenda með tilraunum til gamansemi sem var ekki að gera sig. …að þetta sé bókin sem miðaldra rithöfundar á Íslandi hafi verið að reyna að skrifa allt lífið en ekki tekist; Me Talk Pretty One Day eftir David Sedaris er svo fyndinn og vel hugsuð að unun er að lesa.
…að vikan sé rétt að byrja, mánudagskvöld… …að þessir fáeinu þingmenn Samfylkingarinnr sem eftir eru séu farnir að klæða sig eins í þverröndótt. Hjálpar það?
…að bandarískir húmoristar hafi komist að því að Donald Trump sé með sama munnsvip og froskar og nú eru allir byrjaðir að teikna þetta inn á myndir af honum. …að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisfélaganna í Hveragerði í morgun. Fundurinn fór fram í Garðyrkjuskólanun og veðrið lék við fundargesti, 20 stiga hiti og blanka logn. Fundarmenn nýttu tækifærið og fóru um skólasvæðið og skoðuðu meðal annars stærstu bananarækt í Evrópu. Að mati fundargesta var ræða formannsins í stíl við veðrið og góðærið sem íslenskt samfélag býr við.

Skoða meira

SAGT ER...

...að þegar krakkarnir eru orðnir vegan, gay eða jafnvel múslimar geti fjölskylduboðin orðið flókin.
Ummæli ›

...að ferðamenn séu í auknum mæli að uppgötva veitingastaðinn í IKEA þar sem hægt er að fá málsverð á 10 evrur.
Ummæli ›

...að vegna óhjákvæmilegra framkvæmda við húsnæði Íslandsbanka Kirkjusandi verður hraðbanka í anddyri hússins lokað 27. júní.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SULLENBERGER Í COSTCO: Póstur frá neytanda: --- Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, var í Costco að gera stórin...
  2. BÆJARINS BESTU LOKA Í KRINGLUNNI: Bæjarins bestu hafa lokað útsölustað sínum á Stjörnutorgi í Kringlunni og ástæðann einföld: Eiginkon...
  3. HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI: Hatursorðræðan kemur víða fram eins og sjá má á þessu bílnúmeri hvort sem það er tilviljun eða ekki....
  4. NÁGRANNI DAVÍÐS FYRIR 125 MILLJÓNIR: Fegrunarnefnd Reykjavíkur valdi þetta hús það fallegasta í bænum og sama gilti um garðinn og umg...
  5. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...

SAGT ER...

...að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sé mikið fyrir að endurnýta hluti og nú hefur hún fundið stóla fyrir kaffistofuna sem gerðir eru úr grænum öskutunnum. Mjög smart.
Ummæli ›

...(Björgúlfur Egilsson bassaleikari).
Ummæli ›

...að tryggingafélagið VÍS taki ekki lengur við reiðufé, bara kortum.
Ummæli ›

...að umræðan um hárlitun forsætisráðherra sé að gera hann gráhærðan.
Ummæli ›

Meira...