SAGT ER…

…að kærkomið tækifæri gefist til að kynnast helsta texahöfundi íslenskra dægurlaga fyrr og síðar, Þorsteini Eggertssyni, í Hannesarholti við Grundarstíg fimmtudagskvöldið 14. nóvember kl. 20:00 þar sem hann kemur fram ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur.

Þau munu segja frá fyrstu kynnum sínum, þegar þau byrjuðu að semja saman lög og texta. Einnig munu þau frumflytja opinberlega lög þeirra og texta sem þau eru nýbúin að hljóðrita og segja frá tilkomu þeirra. Vissulega bjóða þau einnig upp á samsöng á lögum við þekkta texta Þorsteins sem flestir kunna. Það verður vonandi bara, stuð, stuð stuð.

Auglýsing