SAGT ER…

…að Kjötsúpudagurinn verði haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg, laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag. Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 17. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu. Alls munu 1500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi. Klukkan 14:00 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.

Staðsetning súpustöðva:

Fish and Chips Skólavörðustíg 8
Kaffi Loki – Skólavörðustíg 23 (Fyrir utan Sölku Völku Fish & more)
Kol – Skólavörðustíg 45
Krua Thai Skólavörðustíg 21a
Ostabúðin – Skólavörðustíg 38
Sjávargrillið – Skólavörðustíg 14
Þrír Frakkar – Skólavörðustíg 9
Auglýsing