SAGT ER…

…að Hafnarstrætið í Reykjavík hafi verið flott í gamla daga. Verslunin Edinborg opin og prúðbúið fólk á gangi sólskinsmegin í götunni. Edinborg var ein af stærri kaupmannsverslununum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldarinnar en þaðan var einnig gert út. Á seinni hluta 20. aldarinnar voru þar fyrst og fremst seldar vefnaðarvörur og leikföng. Verslunin var stofnuð af Ásgeiri Sigurðssyni sem var jafnframt konsúll eða sendiherra Breta. Verslunin var með útibú á Eskifirði og á Ísafirði. Fljótlega eftir stofnun, eða uppúr aldamótunum 1900, var hægt að fá vínber og epli í janúar í versluninni.

Edinborg veglega skreytt vegna konungskomunnar 1907. Húsið brann átta árum síðar.
Auglýsing