SAGT ER…

…að borist hafi póstur:

Nú er komið haust og  enginn veit hvernig veturinn verður en stundum hafa menn getað giskað á hvort veturinn verður harður eða ei með því að sjá hvernig mýsnar hegða sér. Ef þær leita í skjól í byrjun hausts þá er það merki um að þær séu að flýja kuldann sem er framundan. Ein og ein mús hefur verið að  leita inn í Mjódd þar sem er mikið af verslunum og gott að skýla sér og nóg æti og einnig hafa þær sést  koma inn í skiptistöð Strætó í Mjódd, kannski að bíða eftir brauðmola frá Bæjarins bestu eða taka Strætó í Ártún. Hvort þetta eru merki um kaldan vetur skal ósagt látið en mýsnar eru farnar að koma sér í skjól.

Auglýsing