…að Ingimar Sveinsson, fyrsti og besti hestahvíslari á Íslandi, geri athugasemd við málfar í fréttum:
“Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt: í Vísi í dag er talað um ærandi þögn og að ráherra hafi opnað sig. Ég hefi oft heyrt talað um ærandi hávaða en aldrei um ærandi þögn fyrr en nú. Oftast er talað um dauðaþögn. Eg hefi heyrt talað um opnar dyr, opna gátt og fleira opið en aldrei fyrr um opinn ráðherra, eða að ráherrar hafi opnað sig.”