SAGT ER…

…að reykvískir lögreglumenn séu í auknum mæli að færa sig úr Múlakaffi í Hallarmúla yfir á Nings á Suðurlandsbraut tilbreytingarinnar vegna. Lögreglan er með afsláttarsamning við bæði veitingahúsin og um árabil hefur verið líkt og umsátursástand við Múlakaffi á matartímum þegar lögreglubílar og löggumótorhjól fylla götuna fyrir utan. Nú er þetta að verða eins á Nings.

Auglýsing