SAGT ER…

…að Silke Schurak hafi kynnt sér sjálfsafgreiðslukassana hjá Nettó sem boða afslátt við notkun. En ekki er allt sem sýnist:

Fyrir utan að ég nýti mér alls ekki svona apparat – einfaldlega vegna þess að ég vil ekki að fólk missi vinnuna sína. En mig langar að vita hvort það er virkilega ódýrara ef maður afgreiðir sjálfur. Í Nettó er það t.d. þannig auglýst að það sé lægra verð þegar maður velur sjálfsafgreiðslu.

Eða er verðið bara hækkað þegar maður fer á venjulegan kassa með afgreiðslufólk? Er verið að taka auka þjónustagjald sem áður var ekki til staðar?
Ég fór í pósthús núna um daginn og ætlaði að senda pakka en þar hafði ég val um það hvort ég skrái þetta sjálf – sem kostaði ekkert – eða hvort afgreiðslufólk gerir þetta – sem hefði kostað mig einhverjar 250 krónur. Ég er að spá hvort það sama er að gerast í búðum líka.
Ég var í Nettó (Mjódd) núna rétt áðan og þar er lægra verð auglýst í samband við sjálfsafgreiðsla. Ég fór að sjálfsögðu á venjuleg kassa og gáði á strimlinum hvort eitthvert þjónustugjald hafi verið tekið en svo var ekki. Þannig að þetta “lægri verð” hlýtur þá á sjást á strimlinum þegar maður nýtir sjálfsafgreiðsluna. Einhver sem hefur verslað í Nettó (Mjódd) og tekið eftir einhverjum afslætti við sjálfsafgreiðslu?
Auglýsing