SAGT ER…

…að stundum verði 10 dagar að 7 milljónum:

Akureyrarbær var í apríl dæmdur til að greiða  Jóhanna Guðbjörg Einarsdóttir bætur vegna tjóns sem hún  hlaut 5. október 2011 í starfi sínu sem íþróttakennari við Lundarskóla er raddbönd hennar sködduðust vegna ófullnægjandi aðbúnaðar við íþróttakennslu í íþróttahúsi KA á Akureyri á tímabilinu 26. september 2011 til 5. október sama ár. Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.

Auglýsing