SAGT ER…

Hannesi Hólmsteini prófessor finnst ekki lengur gaman að ferðast, hírast á flugvöllum og kúldrast í flugvélum. Hér er skýringin:

“Nóvember verður ferðamánuður hjá mér. Ég verð í afmælisboði í Róm í byrjun mánaðarins, síðan á ársfundi Platform for European Memory and Conscience í Tirana 3.–6. nóvember, þá á ráðstefnu um austurrísku hagfræðingana í Vín 13.–14. nóvember og loks á ráðstefnu í Varsjá um kapítalisma 23.–24. nóvember. Ég hef komið til Rómar, Vínar og Varsjár, en aldrei til Tirana. Mér finnst ekki lengur gaman að ferðast, en hins vegar hef ég brennandi áhuga á viðfangsefnunum á þessum fundum og legg það því á mig að hírast klukkutímum saman á flugvöllum og kúldrast í flugvélum (alltaf á almennu rými). Og ég bið ekki neinn um að vorkenna mér. Það eru forréttindi að fá að fara á alla þessa staði og fræðast af öllu þessu góða fólki.”

Auglýsing