SAGT ER…

Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur (skrifaði Truntusól) er einn gleggsti veðurskýrandi landsins og segir nú í sumarblíðunni:

“Í dag eru 80 ár liðin frá því mældur var mesti hiti á landinu, 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð og 30,2 á Kirkjubæjarklaustri. Daginn áður hafði mælst mesti loftþrýstingur í júní á landinu en það met var slegið fyrir fáum dögum í verðurlagi sem ekki var óíkt því sem var 1939 en nokkru kaldara þó og ekkert hitamet kom. Þrjátíu stiga hiti er greinilega nokkuð erfiður hitaþröskuldur á Íslandi. En hver veit nema hann mælist aftur í sumar! Einhvern tíma gerist það.”

Auglýsing