SAGT ER…

Fargjöld hjá Strætó BS voru 7% meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir fystu þrjá mánuði ársins, urðu  515 milljónir en áætlanir gerðu ráð fyrir því að þær yrðu 480 milljónir. Tekjur alls voru alls 82 milljónir  eða 4% yfir  áætlun og rekstrargjöld voru 2% yfir áætlun. Hagnaður fyrstu þrjá mánuðina varð 10 milljónir þegar að búið var að taka tillit til afskrifta. Farþegatalningar fyrstu mánuði ársins gefa til kynna fjölgun farþega 2019 miðað við sama tíma 2018 um 4%. Kostnaður við eigin akstur er í takt við áætlun, en akstur verktaka er hærri en áætlað var, helsta ástæða er að hækkun verðlags er meiri en gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta er viðsnúningur hjá Strætó sem tapaði 122 milljónun allt árið 2018. Rekstrarniðurstaðan var kynnt á síðasta fundi stjórnar Strætó BS.

Auglýsing