SAGT ER…

Nú gefst sá möguleiki að fá veðurspá fyrir öll lögbýli landins og fjölmörg eyðibýli að auki. Með því hafa bæst við yfir 6 þúsund staðsetningar. Fyrir voru um 3 þúsund örnefni, veðurstöðvar, skálar og gististaðir á landinu. Líka sumarhúsalönd, golfvellir, veiðihús, eyjar, fjallstindar o.fl. um land allt.

Blika.is tengir saman skrár yfir örnefni og fínkvarða veðurspár ekki ósvipað og „norsku“ spárnar sem margir þekkja á yr.no. Nema að Blika.is reiknar sitt eigið veðurlíkan í hraðvirkum tölvum fjórum sinnum á dag í þéttriðnu neti með klukkustundar upplausn. Möskvarnir eru 3 km á meðan spár yr.no yfir Íslandi eru með 12 km á milli reiknipunkta.

Veðurþjónustan á blika.is er öllum opin og aðgengileg. Vefurinn er einfaldur og hraðvirkur. Hann er sérstaklega sniðinn að snjallsímum. Spákerfið er í stöðugri þróun. Væntanleg er ensk útgáfa og gæði spánna mun batna með gervigreind. Þá er keyrð endurgreining aftur í tímann þar sem veðurmælingar koma við sögu. Tilraunir á nokkrum stöðum s.s. í Reykjavík og á Ísafirði lofa þar góðu.

Veðurspárnar eru hluti af sjálfvirknivæðingunni í samfélaginu. Miklir möguleikar felast í tengingu kerfa og miðlun til notenda á skýran og aðgengilegan hátt.

*
Hér er dæmi – Hrærekslækur er skógræktarjörð/eyðibýli í Hróarstungu á Héraði:

Auglýsing