SAGT ER…

Njósnarar Facebook síðunnar Flugblogg tóku eftir því að ein dýrasta – ef ekki dýrasta – orrustuþota heims hafði lent á Keflavíkurflugvelli. Ekki fer sögum af því á leið í hvaða stríð þotan var að fara. Ólíklegt þykir þó að áformað sé að beita henni í baráttunni um þriðja orkupakkann.
Þetta er bandaríska F-35 orrustuþotan, sú dýrasta sem þróuð hefur verið fyrir bandarískar herdeildir. Hún fæst í nokkrum misdýrum útfærslum, sú dýrasta er F-35C sem getur lent á flugmóðurskipum og kostar það sama og ný Airbus A321neo, eða um 15 milljarða króna. Sú sem lenti á Keflavíkurflugvelli er líklegast F-35A, sem kostar “aðeins” um 11 milljarða króna.
Auglýsing