SAGT ER…

Á tjaldstæðinu í Laugardal bíða ráðsettir tjaldbúar í skelfingu eftir þeim hörmungum sem á þeim munu dynja í næstu viku. Þá hefst Secret Solstice, sem stendur frá 21.-23. júní. Aðal tónleikasvæðið er við hliðina á tjaldstæðinu. Þar verður góð og vond tónlist spiluð til skiptis á hæstu stillingu og lítil hávaðavörn í þunnu tjaldinu.
Væntanlega hafa ráðsettir tjaldbúar samt verið varaðir við ósköpunum þannig að þeir geti forðað sér til Hafnarfjarðar eða jafnvel lengra. Samt mun ekki vanta tjaldbúa í þeirra stað, því þangað munu þyrpast tónelskir jafnt sem tóndaufir útlendingar sem finnst nokkuð kúl að þurfa ekki einu sinni að fara út úr tjaldinu til að hlusta á herlegheitin og fá að hafa sinn reyk í friði. Verra verður þetta hins vegar fyrir árrisula þýska ferðamenn sem vilja helst vera komnir í háttinn klukkan átta og álpast til að tjalda í Laugardalnum. Sjálfsagt verður settur upp sjálfsali fyrir heyrnartappa í þjónustumiðstöð tjaldstæðisins.
Auglýsing
Deila
Fyrri greinKRUMMI (71)
Næsta greinSAGT ER…