HAMBORGARI EINS OG SAHARA

    Meistarakokkarnir Eiki og Maggi á góðri stund.

    “Það er alltaf eitthvað að gerast, sótti afabörnin áðan mér til mikillar gleði,við ræddum um skólann og leikskólann og það fór bara vel á með okkur,” segir Eiríkur Valdimar Friðriksson matreiðslumeistari, þekktur fyrir Eikaborgara sína, en þarna var ballið rétt að byrja:

    “Jæja litlir krakkar verða svangir og var samið um að fara á Metro (veit ekki hver rekur þessa staplisjón) og fengu þau sér barnabox svona eins og gert er ráð fyrir og líkaði þeim það vel. Ég stalst til að fá mér einn stakan Smokehouse 150 gramma með bakon og alles, gerði ég atlögu að þessum borgara sem lúkkaði þokkalega en Guð minn góður, þetta var eins og að naga gat á Sahara eyðimörkina var fyrsta hugsunin hjá mér. Bottom line; ekki kaupa Smokehouse.”

    Auglýsing