SAGT ER…

Bjarki Steinn Bjarkason knattspyrnumaður í ÍA, sonur  Bjarka Sigurðssonar sem lék  228 landsleiki í handbolta og skoraði 575 mörk,  gæti verið á leiðinni til erlends liðs eftir þetta tímabil. Bjarki kom frá Aftureldningu í desember 2017 til Skagamanna, gerði tveggja ára samning og hefur gert stormandi lukku í liði Skagamanna bæði fyrir  góðan leikstíl, hraða og fjölda marka. Vitað er að nokkur lið á Norðurlöndunum fylgjast með Bjarka þessa dagana auk liða í Englandi en Bjarki er aðeins 19 ára gamall og hefur leikið í U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands.

Auglýsing