SAGT ER…

Sports Direct er með vefsíðu á íslensku. Eða þannig sko. Allar upplýsingar á síðunni eru þýddar með Google Translate beint af hinni ensku síðu Sports Direct. Það skýrir orðalag á borð við “Iðn með fullt zip festingu … og þægilega passa.”
Þetta er auðvitað ákveðin leið til að sleppa við kostnaðinn af því að halda úti vefsíðu með mörgum vörutegundum. En telst seint sýna viðskiptavinum mikla virðingu. Nema auðvitað þeim sem vita hvað hugsandi upplýsingar eru.
Auglýsing