SAGT ER…

…að langt sé síðan heyrst hafi frá Gunnari (áður Krossinum) og hans ágætu frú. En nú þetta:

Það eru undarlegir tímar á landi okkar um þessar mundir. Það er sem brotsjór hafi skollið á. Margt hefur snúist til verri vegar. Dómur MDE , mislingar, óáran í fugmálum. Yfirvofandi verkföll, loðnubrestur, umhverfisvá, bæði mengun og loftslagsbreytingar. Ofan á allt þetta er verið að senda til Tel Aviv hóp sem ætlar sér að koma á framfæri neikvæðni um Ísrael. Opinberir aðilar borga brúsann. Það er ekki langt síðan borgarstjórinn í Reykjavík gekkst fyrir viðskiptabanni á Ísrael. Samhengi hlutanna er undarlegt.

Í orði Guðs segir um Ísrael:
“Ég mun blessa þá, sem þig blessa, 
en bölva þeim, sem þér formælir, 
og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.”
(1. Mósebók 12:3)

Auglýsing