SAGT ER…

…að Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður kunni að höndla samfélagsmiðla með stæl. Hér segir hann:

Þegar ég kenndi í Vélskóla Íslands fyrir nokkrum áratugum var haldið í skólanum námskeið í brunavörnum. Upphaf þessa bæklings er ógleymanlegt. “Eldur er nokkuð sem við höfum bæði gagn og gaman af, td kertaljós. En komist kertaljósið í gardínurnar segjum við að eldurinn sé laus. Þannig eldur kallast eldsvoði.”

Auglýsing