SAGT ER…

Fréttatilkynning frá Ásdísi Rán:

“Mig langaði að staðfesta það að ég á nú einkaleyfi á nafninu IceQueen. Það eru kanski margir sem halda að ég hafi átt það fyrir en einhvernveginn fannst mér ég ekki þurfa að sækja um það löglega þar sem ég bjóst ekki við því að einhver mundi reyna að nýta sér það eða koma sér á framfæri með svona þekktu og sérstöku nafni sem ég hef átt og notað í yfir 20 ár, og verið með margar vörulínur undir. En undanfarið hefur borið á því að stúlkur hafa verið að nota nafnið og þar á meðal ein sem hefur verið iðinn við að kalla sig Icequeen og er nú líka byrjuð að nota nafnið undir sína hönnun by Icequeen (eins og mínar vörur). Mér finnst þetta virkilega leim og kjánalegt að einhver skuli gera svona og ekki getað fundið sitt eigið nafn og byggt það upp í staðinn fyrir að stela vörumerki sem ég hef lagt yfir 20 ára vinnu í. En svona getur fólk verið ósvífið! Ég vil allavega koma þessu á framfæri og vil biðja þá sem eru að nýta sér nafnið á einhvern hátt að hætta því strax vinsamlegast.”
 
Auglýsing