VÍKINGAR GEGN VEGGJÖLDUM

  Steini pípari með félögum sínum á fjöllum og segir:

  “Þessir koma til með að berjast gegn veggjöldum.”

  Og bætir svo við:

  “Það sem er gert í útlöndum er svo voðalega sniðugt. Við öpum það gjarnan eftir öðrum en áttum okkur ekki á því að innviðirnir eru allt aðrir hér. Nú á að fara að skattleggja Reykvíkinga fyrir að aka um göturnar. Rökin eiga að vera þau að við getum ekki staðið við loflagssamninginn nema við minnkum verulega umferð og komum öllum í strætó.
  Við skulum annars vegar líta á afleiðingarnar. Nú er þjónusta við börn þannig að foreldrar þurfa að aka þeim til og frá alls kyns aukatíma í íþróttum eða listum. Þá þarf að koma þeim á daggæslu, barnaheimili og annað. Það er sama hversu gott strætisvagnakerfið er – dæmið gengur ekki upp. Þegar við skoðum leiðir sem þessi borgarlína á að fara um þá sjáum við að mjög margir verða að ganga langar leiðir til að komast í vagn. Þjóðin er að eldast. Eldra fólk lokast inni fjarri ættingjum og vinum. Það á að niðurgreiða ferðir fólks utan af landi til að koma til Reykjavíkur en Reykvíkingum er ekki of gott að hírast inn í borginni. Hvernig ættu þeir annað að fara – bíllausir.
  Ég spyr: „Fyrir hvaða ávinning eru þessar fórnir færðar.“ Ef skoðaðar eru tölur yfir mengun frá einkabílnum þá sést að hún vegur ekki þungt í mengunartölum Íslendinga. Það á að gjörbreyta lifnaðarháttum fólks – gera stéttarmuninn enn dýpri – svipta venjulega launamenn í Reykjavík möguleikanum að reka bíl, svipta börnin möguleikanum að stunda alls kyns þroskandi iðju eftir skóla – og fyrir hvað. Óverulegan ávinning í loftlagsmálum.
  Með því að kalla skattinn gjald í stað skatts geta menn svo sett virðisaukaskatt á hann og tekið hann í eitthvað allt annað. Á endanum hafa allir skattar sem hafa verið eyrnamerktir ákveðnu verkefni verið settir í annað.
  Í kosningum kom í ljós að fylgi við bílahatursflokkinn í Reykjavík hrundi, sérstaklega meðal þeirra sem búa utan við 101. Kvislingaflokkar ruku til sem varadekk, svo Dagur er enn við stjórn. Nú ætlar Sigurður Ingi að taka undir þá vitleysu sem Samfylkingin hefur barist fyrir með svo litlum vinsældum. Er skynsamlegt að fara í það stríð?”
  Auglýsing