SAGT ER…

Heimir Guðjónsson  þjálfari HB Í Færeyjum var í viðtali við Kringvarp Færeyja í gærkvöldi og þar sagðist hann vilja styrkja leikmannahópinn með tveimur leikönnum en eins og kunnugt er gerði Heimir HB að Færeyskum meisturum á  síðasta ári.

„Við munum leika 27 leiki á næstunni þar á meðal í Evrópukeppninni og við verðum  að styrkja hópinn með tveimur sterkum leikmönnum. Ég get ekki sagt hvaða stöðu þeir spila en við erum að  skoða málin, leika æfingaleiki og  það kemur í ljós á næstunni,” segir  Heimir.

„Það er ekki hægt að vinna allt  í Færeyjum nema að vera með sterkan hóp. Við viljum vinna en til þess þurfum við fleiri leikmenn – og félagið vill að við vinnum þannig að þetta er staðan.”

HB, Havnar Boltafélag, er frá Þórshöfn í Færeyjum. Það komst í úrslitaleik færeyska bikarsins þar sem liðið fór reyndar illa að ráði sínu og missti unninn leik niður í jafntefli og tapaði svo í vítaspyrnukeppni fyrir hinu Þórshafnarliðinu, B36.

Auglýsing