SAGT ER…

…að borist hafi athugasemd vegna athugasemdar Birgis Arnar Birgissonar framkvæmdastjóra Domino’s vegna fréttar sem hér birtist:

Það eru tvær merkilegar fréttir í þessari athugasemd:
Birgir segir að heimsendingarkostnaðinum hjá Dominos sé deilt á þá sem sækja jafnt og þá sem fá sent. Það er svo dýrt að senda Dominos pizzu að þeir sem ekki fá hana senda heim eru látnir niðurgreiða þennan kostnað þegar þeir sækja. Snjallari viðskiptahugmynd hefur ekki sést í langan tíma – að láta þá sem ekki fá þjónustuna borga fyrir þá sem fá hana.
Birgir segir líka að Íslendingar vilji helst bara kaupa pizzurnar á afsláttar-tilboðum, en norskir og sænskir neytendur vilji vita hvað hlutirnir kosta nákvæmlega – og þess vegna séu pizzurnar ódýrari þar. En hvernig væri að Dominos léti á þetta reyna hér á landi – að bjóða pizzurnar á sænsku verði og sjá hvort Íslendingar fúlsi við því? Hefur það einhvern tímann verið reynt?
Auglýsing