SAGT ER…

…að Erlendur sendi skeyti undir fyrirsögninni “Skrýtin meðferð á útlendingum”:

Við Íslendingar erum skrítnir í afstöðu okkar til útlendinga sem hingað koma, hvort sem það eru flóttamenn og hælisleitendur eða vinnandi fólk.

 Ef marka má sjónvarpsþáttinn Kveik er reynt að borga vinnandi útlendingum lágmarkslaun eða minna, hola þeim niður í þröngu húsnæði og hafa af þeim fjármuni. Ekki skipta stjórnvöld eða lögreglan sér mikið af hlutskipti þessa fólks eins og skýrt kom fram í sjónvarpsþættinum.
 
Svo höfum við útlendingastofnun sem tekur á móti hundruð flóttamanna og hælisleitenda á hverju ári og hefur her manna í vinnu við að rannsaka þeirra mál mánuðum eða árum saman og útvegar þeim frítt fæði og húsnæði á meðan.
 
Og síðan höfum við Úkraínumennina sem notuðu fölsuð skilríki til að geta fengið að vinna hér á landi. Þá dugði ekki minna en 40 manna sérsveit lögreglunnar sem nappaði þá í bælinu eldsnemma morguns. Svo þeir færu ekki í vinnuna.
Auglýsing