RYKSUGUMAÐURIN ER SÍMON DÓMSTJÓRI

  Ekki er allt sem sýnist. Birtum hér í gær mynd frá sunnudeginum þar sem maður sást á gangi í Lækjargötu með ryksugu en ekki með hundinn sinn, konu eða félaga eins og algengara er – sjá frétt hér.

  Nú hefur komið í ljós að þetta var Símon Sigvaldason dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur að ganga heim frá vinnustað sínum síðdegis á sunnudegi. Og samstarfskona hans orðaði það svona:

  “Hann eyddi allri helginni í að koma starfsfólkinu á óvart með því að gera upp kaffistofuna og tók með sér ryksuguna að heiman af því að hann pússaði upp veisluborðið á kaffistofunni og bæsaði það líka. Þvílík dúlla!”

  Símon Sigvaldason dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavikur.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinCYNTHIA LENNON (80)