RYKSUGUÆÐI Á NETINU

  mynd / kristján hjálmarsson
  “Ég lít á ryksugufrétt þína sem listaverkastuld eftir þær ca. tuttugu myndir sem ég hef birt,” segir Kristján Hjálmarsson fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins og nú almannatengill í aðsendum pósti. Tilefnið er mynd sem birtist hér af Símoni Sigvaldasyni dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur á gangi með ryksugu í Lækjargötu um miðjan dag.
  Í ryksugumyndasafni Kristjáns er margur gullmolinn en Kristján hefur gott útsýni yfir mannlíf í miðbænum af skrifstofu sinni á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis eins og hér má sjá:
  mynd / kristján hjálmarsson
  mynd / kristján hjálmarsson
  Auglýsing