Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

RÚVIÐ BÚIÐ?

Björn Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra veit oftar en ekki hvað hann syngur þó sá söngur falli “góða fólkinu” ekki alltaf í geð:

Hnignun ríkisútvarpsins er augljós. Þar er hvorki við fjárskort né stjórnmálaflokka að sakast. Kjarnastarfseminni hefur einfaldlega verið fórnað fyrir eitthvað annað. Æ erfiðara verður að halda uppi vörnum fyrir að skattgreiðendur standi undir úreltu bákni við miðlun lélegs efnis þegar unnt er að ná betri árangri á hagkvæmari hátt. Einkavæðing á ríkisútvarpinu er óskynsamleg undan starfseminn heldur áfram að fjara. Það á að koma á fót sjóði á borð við kvikmyndasjóð og gera mönnum fært að keppa um styrki til að framleiða metnaðarfullt, íslenskt hljóðvarps-, sjónvarps- og netmiðlaefni.

Þeir sem hlusta á rás 1 vita að þar er öll metnaðarfull nýsköpun úr sögunni. Leitast er við að halda í horfinu með flutningi á gömlu efni. Kveður svo rammt að slíkum flutningi að þess er ekki lengur getið í dagskrárkynningu frá hvaða ári viðkomandi efni er. Mætti ætla að dagskrárstjórinn skammist sín fyrir allan endurflutninginn. Nýsköpunin felst í yfirborðskenndu lausatali til kynningar á viðburðum í auglýsingaskyni og flutningi á sígildri tónlist í krafti samvinnu erlendra útvarpsstöðva – bera þeir þættir af öðru efni ásamt Hátalaranum.

Fara til baka


MYND GÆRDAGSINS

Lesa frétt ›JÓN GNARR Í ATVINNULEIT

Lesa frétt ›ÍSLENSKT DRAMA Í TORONTO

Lesa frétt ›HAFMEYJA Í GRINDAVÍK

Lesa frétt ›FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ

Lesa frétt ›MÁLUM OG SKÁLUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Össi Árnason sjái sig knúinn til að selja þetta ágæta verk eftir Hugleik Dagsson út af heimilinu þar sem barni hans fer svo hratt fram í lestri. Gerið tilboð - gott verð.
Ummæli ›

...að þetta auglýsingaveggspjald hangi uppi í Iðnaðarsafninu á Akureyri og komið til ára sinna eins og sjá má – enda safngripur. Þarna segir þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, að hann geri allt fyrir íslenskan landbúnað nema koma nakinn fram.
Ummæli ›

...að þetta sé að verða mest lesna frétt dagsins og femínistar fara hamförum á Facebook.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SAKSÓKNARI Í FLEGNUM BOL: Borist hefur póstur: --- Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undi...
  2. JÓHANN HAUKS YFIRGEFUR ÍSLAND: Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttu eftir hrun og yfirmaðu...
  3. SKÚLI SIGAR HUNDI Á FÓLK: Athafnamaðurinn Skúli Mogensen ver land sitt í Hvammsvík í Hvalfirði með hörðu en um ástæðuna má...
  4. FLEGIÐ ER VEL ÞEGIÐ: Húsmóðir í Vesturbænum skrifar: --- Ég leyfi mér að mótmæla hneykslunarhellunum sem hafa verið að ...
  5. UPPNÁM HJÁ KYNNISFERÐUM: - Það nötraði allt og skalf á stjórnarfundi Kynnisferða í gær (þriðjudag) og honum lauk með því...

SAGT ER...

...að yfirleitt séu mánudagarnir alltaf eins.
Ummæli ›

...að í tengslum við málefnavinnu sósíalista efni Sósíalistaflokkurinn til samtals um mikilsverða málaflokka til að dýpka og skerpa umræðuna. Til samtalsins verður boðið fólki með sérfræðiþekkingu og reynslu af viðkomandi málaflokkum. Á sunnudaginn næsta, 27. ágúst, verður fjallað og spjallað um heilbrigðismál í Rúgbrauðsgerðinni kl. 10:00.
Ummæli ›

...að Maggi meistarakokkur, áður kenndur við Texasborgara en nú Sjávarbarinn á Granda, hefi verið óþekkjanlegur í ágústblíðunni á mótorhjólinu vel svalur að vanda.
Ummæli ›

...að sátt hafi náðst í stóra sjómannamyndamálinu á gafli Sjávarútvegshússins á Skúlagötu sem felst í því að fara alla leið. Skella upp frægustu sjómannamynd allra tíma; afa drengsins með tárið. Reyndar á eftir að spyrja Hjörleif Guttormsson hvort það sé í lagi. Og Ívar Gissuarson bætir við: Ég ætlaði mér aldrei að blanda mér í umræðuna um afmáða sjómanninn af Skúlagötuvegg. Brotthvarf sjómanna hefur oft verið harmþrungnara, svo ekki sé meira sagt. En ef einhverjum dettur í hug að setja þarna aftur sjómann á vegg, þá væri ekki vitlaust að hafa hann íslenskan í húð og hár.
Ummæli ›

Meira...