RÚSTUÐU SUMARBÚSTAÐ HJARTAR – 700 ÞÚSUND

    Allt á rúi og stúi í sumarbústað Hjartar.
    Ljót aðkoma.

    “Ömurleg aðkoma í morgun þegar ég kom að bústaðnum mínum að Hálsabóli. Hann var leigður fjórum ungum mönnum í gegnum íslenska bókunarsíðu. Ég hélt ég væri nokkuð öruggur með aldurstakmarkið 20 ár en svo er ekki,” segir Hjörtur Guðmundsson verkfræðingur hjá Eimskip sár og reiður.

    “Ég vil benda öðrum sumarhúsaeigendum á að athuga vel hverjir eru að bóka. Auk þess stálu þeir sjónvarpi og útvapi úr næsta bústað, fóru inn í nærliggjand vélageymslu og brutu rúður í Zetor dráttarvél, brutust inn í gám og rótuðu duglega þar. Tjónið okkar nemur um það bil 700 þúsundum og við reiknum ekki með að fá neitt af þessu bætt.”

    Auglýsing