RÚNAR KÁRI TIL DANMERKUR – GRÆTUR AF GLEÐI

    Sportdeildin:

    Handboltastjarnan Rúnar Kárason, landsliðsmaður og leikmaður Hannover-Burgdorf í Þýskalandi, er á leiðinni til Danmerkur. Hann hefur gert  þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg.

    Rúnar hefur leikið í Þýskalandi síðan 2009. Auk Hannover hefur hann leikið með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt og Rhein-Neckar Löwen og Rúnar segir:

    “Mínum síðasta leik í Þýskalandi er lokið. 1000 kg af mínu baki, handboltinn fer bara upp á við eftir þetta. 18 mánuðir á stað sem ég vildi ekki vera á eru á enda. Ef ég get kennt ykkur eitthvað af mínum mistökum er það að fylgja hjartanu í ákvörðunum en ekki skynsemi. Í síðustu viku grét ég meira en ég hef gert síðustu 9 árin, skila íbúð, kveðja vini utan handbolta, síðasta heimaleikur, 18 mánaða kvöl varð mér að ofurliði. Ég skammast mín ekki fyrir það. Það er alltaf ljós við enda ganganna, ég er byrjaður að sjá það og ég er glaður. Engin tár til nema fyrir gleði.”

    Auglýsing